Smugan » Fréttir http://smugan.is Vefrit um pólítík og mannlíf Tue, 30 Apr 2013 22:00:37 +0000 is-IS hourly 1 http://wordpress.org/?v=3.4.2 Niðurskurður: Lækningin miklu verri en sjúkdómurinn http://smugan.is/2013/04/nidurskurdur-laekningin-miklu-verri-en-sjukdomurinn/ http://smugan.is/2013/04/nidurskurdur-laekningin-miklu-verri-en-sjukdomurinn/#comments Tue, 30 Apr 2013 17:00:26 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=99818 Niðurskurður hjá hinu opinbera í ýmsum ríkjum í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 hefur haft mun verri áhrif á almenning en fjármálakreppan sjálf. Þetta kemur fram í nýrri bók um áhrif kreppunnar.

Bókin nefnist The body economic: Why austerity kills, sem getur útlagst: Efnahagurinn: Hvers vegna niðurskurður drepur og er eftir David Stuckler við Oxford háskóla á Englandi og Sanjay Basu við Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Fjallað er um bókina á vefsíðu Common dreams.

Þeir söfnuðu saman gögnum úr ýmsum rannsóknum víða um heim og komast meðal annars að því að viðbrögð stjórnvalda í ýmsum ríkjum hafi haft mun verri áhrif á hag almennings heldur en sjálf fjármálakreppan.

Þannig hafi niðurskurður í ýmsum heilbrigðisverkefnum í Grikklandi haft þau áhrif að HIV smit er farið að aukast verulega. Einnig sé búist við því að malaría skjóti sér niður í Grikklandi, þar sem skorið hafi verið niður í verkefnum til að halda niðri moskítóflugum.

Fátækt hafi jafnframt aukist til muna. Þannig hafi fimm milljónir Bandaríkjamanna misst aðgang sinn að heilbrigðisþjónustu á síðustu árum. Á sama tíma hafi 10 þúsund breskar fjölskyldur orðið heimilislausar í kjölfar niðurskurðaragerða stjórnvalda.

Einnig hafi félagsleg vandamál aukist. Drykkja, þunglyndi og sjálfsvíg hafi farið vaxandi.

Höfndarnir segjast hafa miklar áhyggjur af slæmum áhrifum niðurskurðar. ,,Lækningin” við fjármálakrepunni sé miklu verri en ,,sjúkdómurinn”. Mörg ríki hafi breytt kreppunni í skelfilegan faraldur, með því að leggja áherslu ániðurskurðaraðgerðir, sem hafi lagt líf fjölmargra í rúst, í misheppnuðum tilraunum til að koma ríkisfjármálum í lag, friða markaði og beygja sig undir fjármálaelítuna.

Þegar niðurskurðurinn sé skoðaður sjáist hversu gríðarlegur kostnaður sé fólginn í áhrifum á fólk og efnahag þess og ríkjanna. Niðurskurðaraðgerðir séu bein árás á heilsu og velferð fólks. Höfundarnir spyrja einnig hvaða áhrif niðurskurðurinn hafi á samfélög í heild sinni og bæta við að hlutverk ríkja ætti að vera fyrst og fremst að vernda íbúa sína.

]]>
http://smugan.is/2013/04/nidurskurdur-laekningin-miklu-verri-en-sjukdomurinn/feed/ 0
Össur: Sigmundur getur sett Sjálfstæðisflokkinn “på plads” http://smugan.is/2013/04/ossur-sigmundur-getur-sett-sjalfstaedisflokkinn-pa-plads/ http://smugan.is/2013/04/ossur-sigmundur-getur-sett-sjalfstaedisflokkinn-pa-plads/#comments Tue, 30 Apr 2013 13:36:15 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=99871 Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður flokksins, segir að tveir kostir blasi við Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, við stjórnarmyndun.

Össur segir í grein á Eyjunni að Sigmundur Davíð gæti hafið viðræður við Bjarna Benediktsson eða metið stöðuna og rætt við alla flokka.

Ræddi hann fyrst við sjálfstæðismenn þá væri það vísbending um að hann vildi mynda stjórn til hægri. Það gæti gert framhaldið erfiðara, takist ekki samningar við Sjálfstæðisflokkinn.

,,Hinn kostur Sigmundar Davíðs er sá að fara sér að engu óðslega og kanna afstöðu allra flokka áður en hann leggur í siglinguna í Herrans nafni og fjörutíu.

Um leið fengi Framsókn væntanlega betri yfirsýn yfir alla möguleika sína til að tryggja sér forsætisráðherrastólinn í fjögur ár og til að ná fram Framsóknarleiðinni – en á því hvílir allur trúverðugleiki Sigmundar Davíðs og flokksins til framtíðar. Þannig væri líka forræði Framsóknar undirstrikað og Sjálfstæðisflokkurinn settur “på plads” strax í upphafi.

Í stjórnmálum er nefnilega ekkert sjálfgefið,” segir Össur Skarphéðinsson.

 

]]>
http://smugan.is/2013/04/ossur-sigmundur-getur-sett-sjalfstaedisflokkinn-pa-plads/feed/ 0
Framsókn með umboð til stjórnarmyndunar http://smugan.is/2013/04/framsokn-med-umbod-til-stjornarmyndunar/ http://smugan.is/2013/04/framsokn-med-umbod-til-stjornarmyndunar/#comments Tue, 30 Apr 2013 12:09:07 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=99865 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur formlega hlotið umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður.

Sigmundur Davíð var boður til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands í morgun.

Helstu rök forsetans fyrir því að fela Sigmundi Davíð umboðið er mikill kosningasigur Framsóknarflokksins. Fram kom á blaðamannafundi á Bessastöðum að reiknað sé með því að Sigmundur fái um viku til að reyna að mynda ríkisstjórn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið mjög áfram um að mynduð verði tveggja flokka ríkisstjórn. Sigmundur Davíð hefur ítrekað sagt að enginn afsláttur verði gefinn á kosningaloforði flokksins um niðurfellingu skulda, í viðræðum um stjórnarmyndun.

Sigmundur Davíð segist munu ræða við formenn allra flokka. Hann muni í framhaldinu ákveða við hverja formlegar viðræður verði.

]]>
http://smugan.is/2013/04/framsokn-med-umbod-til-stjornarmyndunar/feed/ 0
Sigmundur Davíð boðaður til forsetans http://smugan.is/2013/04/sigmundur-david-bodadur-til-forsetans/ http://smugan.is/2013/04/sigmundur-david-bodadur-til-forsetans/#comments Tue, 30 Apr 2013 10:30:52 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=99845 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur verið boðaður á fund forseta Íslands klukkan hálftólf.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu.

Forsetinn ræddi í gær við formenn allra flokka sem fengu þingmenn kjörna í kosningunum.

Viðbúið er að forsetinn feli Sigmundi Davíð umboð til stjórnarmyndunar.

]]>
http://smugan.is/2013/04/sigmundur-david-bodadur-til-forsetans/feed/ 0
Hún á afmæli i dag – Hannes Hólmsteinn mærir fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar http://smugan.is/2013/04/hun-a-afmaeli-i-dag-hannes-holmsteinn-maerir-fyrstu-rikisstjorn-davids-oddssonar/ http://smugan.is/2013/04/hun-a-afmaeli-i-dag-hannes-holmsteinn-maerir-fyrstu-rikisstjorn-davids-oddssonar/#comments Tue, 30 Apr 2013 10:24:37 +0000 tka http://smugan.is/?p=99841 ,,Eftir að klíkukapítalismanum íslenska lauk með braki og brestum í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, tók við dalakofasósíalismi þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar,” skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sem minnist dagsins í dag sem afmælisdags fyrstu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Eftir valdatíð Davíðs hafi auðklíkur ráðið ríkjum sem stjórnmálamenn í Samfylkingunni hafi staðið í nánum tengslum við en hirðskáld klíkunnar hafi verið Hallgrímur Helgason.

,,Auðklíkan tæmdi bankana, þótt hún tæki lánin á mörgum kennitölum, svo að áhættan virtist dreifðari en hún var í raun. Sennilega nefndi hún lystisnekkju sína og einkaþotu 101 vegna þess, að lánin voru á 100 kennitölum, þótt lántakandinn væri aðeins einn.”

 Sama táfýlan af öllum

Hannes segir á bloggi sínu að í stjórnartíð fráfarandi ríkisstjórnar hafi sama táfýlan átt að vera af öllum, enginn ganga uppréttur og því síður skara fram úr. ,,Skattar voru hækkaðir á þá, sem skapað geta verðmætin, erlendir fjárfestar fældir frá landinu með gjaldeyrishöftum, sem áttu samt aðeins að vera til bráðabirgða, virkjanir stöðvaðar, óvissa mynduð í sjávarútvegi, samið stórkostlega af sér í Icesave-deilunni, kropið fyrir hrokagikkjunum í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, greiddir háir vexti af óþörfu láni hjá sjóðnum, efnt til ólöglegs kjörs í stjórnlagaráð, milljarði sóað að nauðsynjalausu í stjórnarskrármálið, öðrum milljarði í aðlögunarferli fyrir aðild að Evrópusambandinu, sem ekkert verður úr, tveir viðskiptabankanna seldir erlendum vogunarsjóðum í ógagnsæju ferli og svo framvegis.

Og Hannes segir að fýlan hafi ekki aðeins lekið af forsætisráðherranum, heldur hafi búið heift í huga hennar og liðsmanna hennar. ,,Grið voru rofin. Veist var að fyrrverandi stjórnmálaandstæðingum, einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hrakinn úr Seðlabankanum og annar dreginn fyrir Landsdóm, og var hvort tveggja einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu.”

 

 

]]>
http://smugan.is/2013/04/hun-a-afmaeli-i-dag-hannes-holmsteinn-maerir-fyrstu-rikisstjorn-davids-oddssonar/feed/ 0
Ólafur Þ. Harðarson: Kosningalögum þarf að breyta strax http://smugan.is/2013/04/olafur-th-hardarson-kosningalogum-tharf-ad-breyta-strax/ http://smugan.is/2013/04/olafur-th-hardarson-kosningalogum-tharf-ad-breyta-strax/#comments Tue, 30 Apr 2013 10:24:20 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=99840 ,,Skýrt markmið kosningalaga næst ekki. Þá þarf að breyta lögunum – helst strax,” segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Ólafur lét þessi ummæli falla á Facebook síðu sinni í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins um að kosningalögin næðu ekki tilgangi sínum. Þar er haft eftir Þorkatli Helgasyni, stærðfræðingi, að ef ná ætti fullum jöfnuði milli atkvæðafjölda og þingsæta flokka eftir þessar kosningar, þyrfti að fjölga jöfnunarsætum úr níu í fjórtán. Það þýddi aftur að fjölga þyrfti þingmönnum um fimm.

Yrði þingsætum fjölgað með þessum hætti, fengi Sjálfstæðisflokkurinn tvo þingmenn til viðbótar, en Samfylkingin, VG og Píratar einn til viðbótar, miðað ivð úrslit þessara kosninga. Þorkell segist í þessu dæmi miða við að enn yrði í gildi fimm prósenta þröskuldur fyrir framboð til að ná inn manni.

,,Sú leið að fækka kjördæmasætum í hverju kjördæmi um eitt, og fjölga jöfnunarsætum á móti, dugar alveg í þessu tilviki. Sé prófað að ganga lengra og fækka um tvö í hverju kjördæmi þá myndi það nægja,“ segir Þorkell í Morgunblaðinu.

]]>
http://smugan.is/2013/04/olafur-th-hardarson-kosningalogum-tharf-ad-breyta-strax/feed/ 0
Ný útgáfa af þöggun http://smugan.is/2013/04/ny-utgafa-af-thoggun/ http://smugan.is/2013/04/ny-utgafa-af-thoggun/#comments Tue, 30 Apr 2013 09:54:17 +0000 tka http://smugan.is/?p=99831 ,,Ég hef tekið eftir því að margir virðast vera búnir að fá sig fullsadda af reiði, naggi og nöldri í fjölmiðlum og á netinu. Stjórnmálamenn eru farnir að taka þetta upp sem  og einhverjir fjölmiðlamenn fullir vandlætingar,” segir Jóhann Hauksson upplýsingafulltrúi í Forsætisráðuneytinu á bloggi sínu.

,,Það er auðvitað hægt að taka uppistandara og gamanleikrit inn í stjórnmálin og kjósa þá eina til valda sem lofa góðviðri, minna veseni, meðvindi og meiri jákvæðni. Já gefa kosningaloforð um að nöldrinu skuli útrýmt – rétt eins og framsóknarmenn hétu eiturlyfjalausu landi eitt sinn. Breyta umræðuhefðinni, taka upp samræðustjórnmál, vera jákvæður og uppbyggilegur.

Svo hart ganga sumir fram að meðulin eru á góðri leið með að drepa sjúklinginn. Afraksturinn virðst geta orðið ný útgáfa af þöggun – kælingu mikilvægra þjóðfélagslegra álitamála sem pólitískur ágreiningur ríkir um.”

Sjá blogg Jóhanns Haukssonar

]]>
http://smugan.is/2013/04/ny-utgafa-af-thoggun/feed/ 0
Guðmundur Hörður: Fyrsti maí á að vera suðupottur – venjulegt fólk fagnar þótt silkihúfurnar geri það ekki http://smugan.is/2013/04/gudmundur-hordur-fyrsti-mai-a-ad-vera-sudupottur-venjulegt-folk-fagnar-thott-silkihufurnar-geri-thad-ekki/ http://smugan.is/2013/04/gudmundur-hordur-fyrsti-mai-a-ad-vera-sudupottur-venjulegt-folk-fagnar-thott-silkihufurnar-geri-thad-ekki/#comments Tue, 30 Apr 2013 08:45:46 +0000 tka http://smugan.is/?p=99809 ,,Fyrsti maí á að vera suðupottur, fólki á að vera heitt í hamsi og verkalýðshreyfingin á að fagna viðbót við gönguna,” segir Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar um gagnrýni verkalýðsforystunnar á grænu gönguna á morgun í Fréttablaðinu í dag. ,,ASÍ hefur verið að vinna að umhverfisstefnu í orði en þegar kemur að stóriðjumálum hafa samtökin verið herská þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar og eru samstíga Samtökum atvinnulífsins í sínum kröfum,” segir Guðmundur Hörður við Smuguna.

,,Náttúruverndarsamtökin taka undir kröfur launafólks um bætt lífskjör en setja umhverfismálin á dagskrá. Fjöldi hópa hefur blandað sér í gönguna á undanförnum árum, femínistar, friðarsinnar og samkynhneigðir. Ætla menn fyrst að setja á sig snúð þegar umhverfisverndarfólk mætir. Venjulegt fólk innan verkalýðshreyfingarinnar fagnar þesu þótt silkihúfurnar geri það ekki,” segir Guðmundur Hörður.

„Ég veit ekkert akkúrat hvað er þarna á ferðinni, en þegar ég heyrði þetta kom snúður á mig,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR í Fréttablaðinju, og vísar til Grænu göngunnar: ,,Mín almenna skoðun er sú að launþegahreyfingin eigi að eiga athyglina fyrsta maí. Það fer verulega í taugarnar á mér þegar aðrir eru að reyna að troða sér inn á þann dag.“

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Árna. „Mér finnst að umhverfisverndarsinnar, fyrirtækin í landinu og aðrir hagsmunahópar eigi að leyfa okkur að hafa þennan dag um málefni launafólks,“ segir hann. „Vissulega eru umhverfismálin þar á meðal en þessi ganga er ekki boðuð frá hagsmunum launafólks.“

,,Þessa dagana eru stjórnmálamenn að semja um málaflokka í stjórnarmyndunarviðræðum,” sagði Ómar Ragnarsson í þættinum Í bítið,  í morgun. ,,Við áttum því engra annarra kosta völ en að koma sjónarmiðum okkar á framfæri til nýkjörins Alþingis nú þegar á meðan þessar viðræður standa.

Það munum við gera sérstaklega án þess að trufla göngu eða fund verkalýðshreyfingarinnar. Við bendum á að yfir 60% þeirra, sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun, lögðust gegn byggingu fleiri álvera og að drjúgur meirihluti vildi verja Mývatn.”

 

 

 

]]>
http://smugan.is/2013/04/gudmundur-hordur-fyrsti-mai-a-ad-vera-sudupottur-venjulegt-folk-fagnar-thott-silkihufurnar-geri-thad-ekki/feed/ 0
Við erum fólk með heita lífssýn – grænmetisætur stofna samtök http://smugan.is/2013/04/vid-erum-folk-med-heita-lifssyn-graenmetisaetur-stofna-samtok/ http://smugan.is/2013/04/vid-erum-folk-med-heita-lifssyn-graenmetisaetur-stofna-samtok/#comments Tue, 30 Apr 2013 07:00:49 +0000 tka http://smugan.is/?p=99803 ,,Við erum ekki mörg , en við erum fólk með heita lífssýn og ríka þörf fyrir að umgangast aðra sem skilja okkur,” segir Sæunn I. Marinósdóttir en grænmetisætur ætla að stofna samtök á laugardag sem eiga að standa fyrir fræðslu og viðburðum og stuðla að auknu framboði vara sem henta þörfum grænmetisæta, auka þekkingu og skilning á lífsstíl grænmetisæta og stunda virka hagsmunagæslu.

Sæunn Ingibjörg segir að hópurinn Íslenskar grænmetisætur hafi lengi starfað á Facebook með um 700 meðlimi. Þeir eigi það sameiginlegt að telja að ýmislegt megi betur fara, varðandi framboð í verslunum og á veitingahúsum. ,,Við héldum undirbúningsfund í mars og lögðum línurnar,” segir Sæunn sem hætti að borða rautt kjöt þegar hún var sautján ára. ,,Smám saman tók ég fleiri fæðutegundir í burtu og núna er ég vegan og borða engar dýraafurðir, hvorki kjöt, egg né mjólkurafurðir. Þá kaupi ég ekkert úr dýraríkinu, hvorki ull né leður,” segir Sæunn og bætir við að það gangi ekki allir svona langt. ,,Það er pláss fyrir margskonar lífsstíl í okkar röðum.”

Sjálf er hún grænmetisæta af samviskuástæðum: ,,Það er út af dýravernd og umhverfismálum. Ég hef miklu betri samvisku nú en áður.”

Aðstandendur nýja félagsins vonast er til að starfsemi þess muni styrkja enn frekar það lifandi samfélag sem myndast hefur meðal grænmetisæta á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í sal Lifandi markaðar í Borgartúni 24.

]]>
http://smugan.is/2013/04/vid-erum-folk-med-heita-lifssyn-graenmetisaetur-stofna-samtok/feed/ 0
Össur Skarphéðinsson: Jafnaðarmenn hafa líklega aldrei upplifað blóðugri morgun http://smugan.is/2013/04/ossur-skarphedinsson-jafnadarmenn-hafa-liklega-aldrei-upplifad-blodugri-morgun/ http://smugan.is/2013/04/ossur-skarphedinsson-jafnadarmenn-hafa-liklega-aldrei-upplifad-blodugri-morgun/#comments Mon, 29 Apr 2013 20:46:52 +0000 tka http://smugan.is/?p=99799 „12,9 prósenta hlutur jafnaðarmanna er vitaskuld ekkert annað en afhroð í dýpsta skilningi þess orðs og hafa jafnaðarmenn vítt um álfuna líklega aldrei lifað blóðugri morgun,” segir Össur Skarphéðinsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður um úrslit kosninganna á laugardag í grein sem birtist í DV í dag. Hann segir að úrslit kosninganna geti varla hnigið að öðru en að Sigmundur Davíð fái umboð til að reyna stjórnarmyndun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins sé hinsvegar langt undir sögulegri stærð auk þess að vera minna en kannanir gáfu til kynna fram að landsfundi flokksins.

Össur segir að trúverðugleiki flokksins og formannsins sé þó undir því komið að það verði staðið við loforð um skuldaniðurfellingar. Hann minnir á að Framsókn hafi sagst ætla að efna þetta strax eftir kosningar gegnum samninga við banka sem ríkið myndi svo greiða á 20 árum.

Og Össur segir að milli Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna sé heldur engin ást. Þægindahjónaband sé að sönnu kostur milli stórvelda en snúið að koma slíku brullaupi á í samningum á við Bjarna: ,,Þeim dreng verður ekki úr háska borgið – með hýenur flokksins einlægt japlandi á hælum sér – nema hann nái því að leiða Sjálfstæðismenn til forystu og verði sjálfur forsætisráðherra. Það getur Sigmundur Davíð trauðla fallist á í nýrri stöðu.

Össur spáir því að Sigmundur Davíð of Framsókn hafi 100 daga til að sýna hvort þeir getið staðið við loforðið.

 

]]>
http://smugan.is/2013/04/ossur-skarphedinsson-jafnadarmenn-hafa-liklega-aldrei-upplifad-blodugri-morgun/feed/ 0