Smugan » Fréttir – Héðan og þaðan http://smugan.is Vefrit um pólítík og mannlíf Tue, 30 Apr 2013 22:00:37 +0000 is-IS hourly 1 http://wordpress.org/?v=3.4.2 Fjallagrös og fagrar olíuhreinsunarstöðvar http://smugan.is/2012/11/fjallagros-og-fagrar-oliuhreinsunarstodvar/ http://smugan.is/2012/11/fjallagros-og-fagrar-oliuhreinsunarstodvar/#comments Mon, 05 Nov 2012 10:33:35 +0000 tka http://smugan.is/?p=80723 „Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur,” sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps í viðtali við Kristján Má Unnarsson á Stöð 2.  Stóra tækifæri Norðausturlands segir hún vera í Gunnólfsvík í Finnafirði við Bakkaflóa þar sem sveitarfélögin hafa skipulagt stórskipahöfn og iðnaðarsvæði, fyrir norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslustöðvar.

„Allar rannsóknir sem sveitarfélögin hafa verið að vinna að með iðnaðarráðuneyti benda til að Finnafjörður sé besti staðurinn fyrir höfn af þessu tagi,” segir Þórunn.

Hún varar við fordómum gagnvart olíuvinnslu og olíuhreinsistöðvum. „Það eru ekkert ógeðslegar byggingar, ef þú ferð að skoða það. Þetta getur verið snyrtilegt umhverfi, það þarf náttúrlega að standa vel að því öllu,” segir oddvitinn.

„Við höfum nóg land. Við höfum nóg svæði hérna fyrir þetta. Og hversvegna ekki reyna að byggja eitthvað hér upp á þessu horni til mótvægis við annað sem er á landinu. Og þetta er bara fyrir þjóðina alla mjög hagkvæmt og mikilvægt.”

-Finnst ykkur vera dálítil forræðishyggja fyrir sunnan gagnvart ykkur?

„Já, mér finnst það. Og fólk er jafnvel að mynda sér skoðun á einhverjum grunni sem það áttar sig ekkert á. Það er með einhverja rómantíska sýn á að við getum bara verið hér heima í sveitinni og vappað úti og allir eigi að fara að týna fjallagrös og lifa á því. Við gerum það ekkert,” segir Þórunn.

]]>
http://smugan.is/2012/11/fjallagros-og-fagrar-oliuhreinsunarstodvar/feed/ 0
Ísfirðingar okra á köttum http://smugan.is/2012/09/isfirdingar-okra-a-kottum/ http://smugan.is/2012/09/isfirdingar-okra-a-kottum/#comments Fri, 28 Sep 2012 07:04:57 +0000 tka http://smugan.is/?p=75836 Reiður kattaeigandi, Auður Arna Höskuldsdóttir íbúi á Ísafirði hefur ritað Ísafjarðarbæ bréf vegna innheimtu bæjarins á kattaleyfisgjöldum. Hún mótmælr harðlega innheimtu Ísafjarðarbæjar á gjöldum vegna katta í bænum um leið og hún skilaði inn tveim merkjum, vegna katta sem hún hefur greitt af undanfarin ár. Kattaleyfisgjald í Ísafjarðarbæ eru 7.900 krónur fyrir árið 2012 og segir Auður að þau hafi hækkað um 212,5% á milli ára. Auður segir að bærinn leggi ekkert fram á móti þessu gjaldi, hvorki ormalyf, sprautur eða annað, sem til kostnaðar gæti talist. Bréfritari heldur því jafnframt fram að aðeins brotabrot af kattaeigendum í bæjarfélaginu skrái ketti sína og borgi af þeim gjöld. Skutull greinir frá.

]]>
http://smugan.is/2012/09/isfirdingar-okra-a-kottum/feed/ 0
Bakkavararbróðir ákærður http://smugan.is/2012/09/bakkavararbrodir-akaerdur/ http://smugan.is/2012/09/bakkavararbrodir-akaerdur/#comments Mon, 24 Sep 2012 18:07:31 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=75380 Lýður Guðmundsson, annar bræðranna sem kenndur hefur verið við Bakkavör hefur verið ákærður fyrir stórfellt brot gegn hlutafélagalögum. Lýður var helsti eigandi Exista fyrir hrun, ásamt bróður sínum, og þar með Kaupþings. Lýður var jafnframt stjórnarformaður Exista.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá málinu en hún hefur ákæru sérstaks saksóknara undir höndum.

Þar segir að lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi sé einnig ákærður.

Þeir eru ákærðir fyrir að beita blekkingum til að tryggja yfirráð yfir Exista.

Lýður Guðmundsson.

Fram kemur í ákærunni, að sögn Rúv, að Lýður hafi framið stórfellt brot á hlutafélagalögum með því að greiða Exista aðeins einn milljarð króna, fyrir nýtt hlutafél upp á fimmtíu milljarða, í desember 2008. Milljarðurinn hafi í raun komið frá Lýsingu, sem var í eigu Exista, í formi láns. Fram kemur í ákærunni að peningarnir hafi aldrei skilað sér til Exista.

Fram kemur í frásögn Rúv að örfáum dögum fyrr hefði Nýja-Kaupþing sent félagi bræðranna Lýðs og Ágústs, Bakkabræðrum Holding, bréf þar sem krafist var greiðslu inn á lán til félagsins, eða frekari trygginga. Ella yrðu hlutabréf Exista leyst til bankans, en félag bræðranna átti þá 45 prósenta hlut í Exista.
Forsíðumynd: Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.

 

]]>
http://smugan.is/2012/09/bakkavararbrodir-akaerdur/feed/ 0
Ögmundur unir úrskurði http://smugan.is/2012/09/ogmundur-unir-urskurdi/ http://smugan.is/2012/09/ogmundur-unir-urskurdi/#comments Mon, 10 Sep 2012 13:03:53 +0000 tka http://smugan.is/?p=73502 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar ekki að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort hann hafi brotið jafnréttislög. Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála mun því standa.

RÚV greindi frá þessu í hádeginu en Ögmundur braut jafnréttislög þegar hann skipaði á dögunum karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Sýslumaðurinn á Akranesi, Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem einnig sótti um var að mati Kærunefndar jafnréttismála jafnhæf eða hæfari og hefði því átt að hljóta starfið.

Ögmundur sagðist vera ósammála úrskurði nefndarinnar eftir að hann félk en ætlar samt ekki að skjóta úrskurðinum til dómstóla.

]]>
http://smugan.is/2012/09/ogmundur-unir-urskurdi/feed/ 0
12 fyrirtæki með 56% kvótans http://smugan.is/2012/09/12-fyrirtaeki-med-56-kvotans/ http://smugan.is/2012/09/12-fyrirtaeki-med-56-kvotans/#comments Thu, 06 Sep 2012 16:38:30 +0000 tka http://smugan.is/?p=73078 Tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækin ráða yfir 51% af öllum úthluðum kvóta á Íslandsmiðum og tólf stærstu útgerðirnar ráða 56% kvótans. Skutull birtir upplýsingar af vef Fiskistofu, þar sem aflamarki nýs fiskveiðiárs er skipt á 487 fyrirtæki í sjávarútvegi. Kvótafyrirtækjunum hefur fækkað um 15 frá því fyrir ári síðan. 50 stærstu útgerðarfélögin fá úthlutað 85,2% aflamarksins.

 

 

 

 

Kvótahæstu útgerðir á Íslandi fiskveiðiárið 2012/2013:
1.  HB Grandi hf        10,77%

2.  Samherji hf             6,45%
3.  Þorbjörn hf              5,69%
4. FISK-Seafood ehf.  5,15%
5.  Brim hf                    4,91%
6. Vísir hf                     4,18%
7.  Rammi hf              4,18%
8. Vinnslustöðin hf    3,81%
9.  Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf  3,26%
10.  Skinney-Þinganes hf   2,64%
11.  Nesfiskur ehf                 2,51%
12.  Útgerðarfélag Akureyringa ehf  2,12%
13.  Ögurvík hf                 2,01%
14.  Síldarvinnslan hf    1,68%
15.  Ísfélag Vestmannaeyja hf  1,61%
16.  Bergur-Huginn ehf   1,57%
17.  Jakob Valgeir ehf      1,41%

]]>
http://smugan.is/2012/09/12-fyrirtaeki-med-56-kvotans/feed/ 0
Karl Wernersson kaupir glæsihýsi á Arnarnesi http://smugan.is/2012/09/karl-wernersson-kaupir-glaesihysi-a-arnarnesi/ http://smugan.is/2012/09/karl-wernersson-kaupir-glaesihysi-a-arnarnesi/#comments Thu, 06 Sep 2012 12:04:16 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=72964 Einkahlutafélag Karls Wernerssonar, fyrrverandi aðaleiganda Milestone, hefur keypt yfir 400 fermetra einbýlishús á Arnarnesi. Greint er frá kaupunum á mbl.is. Þar segir að einkahlutafélagið Faxar sé kaupandinn, en félagið sé í eigu Karls Wernerssonar. Faxar eru til húsa að Suðurlandsbraut 12, líkt og félagið Lyf og heilsa, sem er í eigu Karls.

Grein er frá því á mbl að áður hafi Hannes Smárason átt húsið. Ekki er greint frá kaupverði.

Smugan greindi nýlega frá því að skiptastjóri Milestone reyni nú að fá rift ýmsum lánum sem Karl fékk hjá Milestone í aðdraganda þess að félagið varð gjaldþrota. Þrotabúið krefur Karl í allt um milljarð króna.

 

]]>
http://smugan.is/2012/09/karl-wernersson-kaupir-glaesihysi-a-arnarnesi/feed/ 0
365 karlar til Lundúna http://smugan.is/2012/08/365-karlar-til-lunduna/ http://smugan.is/2012/08/365-karlar-til-lunduna/#comments Fri, 24 Aug 2012 10:33:47 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=70912 Hópur karla af ritstjórnum 365 miðla er í Lundúnum til að kynna sér starfsemi fjölmiðla í Bretlandi. DV greinir frá því að Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, Freyr Einarsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Magnús Halldórsson, viðskiptaritstjóri Stöðvar 2, auk blaða- og fréttamannanna Þorbjarnar Þórðarsonar, Þórðar Snæs Júlíussonar og Jóns Hákons Halldórssonar, séu í ferðinni.

DV segir að ferðin hafi verið farin með styrk úr fræðslusjóði Blaðamannafélagsins. Haft er eftir Þorbirni Þórðarsyni að kynjasjónarmið hafi ekki ráðið för um það að einungis karlar séu í ferðinni. Hann hafi ásamt félögum sínum skipulagt ferðina. Það hafi ekki verið með vilja gert að engar konur væru í hópnum.

]]>
http://smugan.is/2012/08/365-karlar-til-lunduna/feed/ 0
Ragga Gísla í útgerð http://smugan.is/2012/08/ragga-gisla-i-utgerd/ http://smugan.is/2012/08/ragga-gisla-i-utgerd/#comments Thu, 23 Aug 2012 15:22:27 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=70864 Ragnhildur Gísladóttir, tónlistarkona, er komin í útgerð í Vestmannaeyjum. Viðskiptablaðið greinir frá því að hlutur Birkis Kristinssonar, eiginmanns hennar, í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn, sé kominn inn í einkahlutafélag Ragnhildar.

Hún sé nú skráð fyrir 14 prósenta hlut í útgerðinni. Birkir færði hlut sinn inn í einkahlutafélagið BK-44 árið 2009, en í fyrra tók félag Ragnhildar, RGísla ehf. við, en það var stofnað sama ár. Félagið mun nú heita Cappa ehf.

Viðskiptablaðið segir að umsvif Ragnhildar í félaginu hafi verið lítil. Miðað við ársreikning fyrir árið 2010 hafi rekstrartekjur ársins verið engar, en rekstrarkostnaður hins vegar upp undir hálf milljón króna.

Bróðir Birkis, Magnús, var í miklum umsvifum fyrir hrun, en hann er stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins. Hann keypti meðal annars bílaumboð og eignaðist þyrlu til að fara milli lands og Eyja.

Bergur-Huginn hefur fengið úthlutað upp undir tveimur prósentum af heildarkvótanum á Íslandsmiðum.

 

 

Mynd: Skjámynd af Ragnhildi Gísladóttur, tekin af Youtube.

]]>
http://smugan.is/2012/08/ragga-gisla-i-utgerd/feed/ 0
Mouhamed Lo verður ekki sendur burt http://smugan.is/2012/08/mouhamed-lo-verdur-ekki-sendur-burt/ http://smugan.is/2012/08/mouhamed-lo-verdur-ekki-sendur-burt/#comments Thu, 23 Aug 2012 07:30:23 +0000 tka http://smugan.is/?p=70720 Mouhamed Lo sem hefur verið í felum frá íslenskum yfirvöldum í þrettán mánuði, getur loksins um frjálst höfuð strokið. Innanríkisráðuneytið hefur ógilt ákvörðun Útlendingastofnunar um að senda hann aftur til Noregs, en norsk yfirvöld höfðu þegar staðfest að þau myndu senda hann aftur til Máritaníu þar sem Mouhamed var þræll. Það er DV sem greinir frá þessu en í úrskurði innanríkisráðuneytisins þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar er ógilt er tekið fram að ekki sé lengur hægt að senda Mouhamed Lo til Noregs þar sem hann hafi þegar verið hér á landi í eitt og hálft ár.

Myndin er tekin af Facebook síðu til stuðnings Mouhamed Lo. Ingólfur Júlíusson tók myndina.

]]>
http://smugan.is/2012/08/mouhamed-lo-verdur-ekki-sendur-burt/feed/ 0
Ríkissaksóknari ákærir Gunnar Andersen http://smugan.is/2012/08/rikissaksoknari-akaerir-gunnar-andersen/ http://smugan.is/2012/08/rikissaksoknari-akaerir-gunnar-andersen/#comments Tue, 21 Aug 2012 06:46:07 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=70395 Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur verið ákærður fyrir brot á þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Ríkissaksóknari gaf ákæruna út um miðjan júlí. Þetta fullyrðir Fréttablaðið í dag.

Þriggja ára fangelsi liggi við þeim brotum sem hann er sakaður um.

Gunnar á að hafa fengið starfsmann Landsbankans til að afla gagna um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og komið þeim á framfæri við DV, sem aftur hafi birt frétt sem byggðist á gögnunum, segir Fréttablaðið.

Starfsmaður Landsbankans mun einnig hafa verið ákærður.

Gunnar var rekinn frá Fjármálaeftirlitinu um miðjan febrúar, eins og Smugan greindi frá, og stjórn þess kærði hann síðan til lögreglu í byrjun mars. 

Fram kom í yfirlýsingu lögmanns Gunnars á sínum tíma, að hann hefði aldrei séð gögnin um Guðlaug Þór sem vísað hefði verið til í málinu.

Skúli Bjarnason, lögmaður, hætti síðan störfum fyrir Gunnar í byrjun mars, vegna trúnaðarbrests. Hann gagnrýndi í yfirlýsingu uppsögn Gunnars frá FME, sem hann sagði að hefði verið löglaust, og að Gunnar hefði verið beittur rangindum. Trúnaðarbrestinn útskýrði hann aldrei, en vísaði til ,,nýrra” upplýsinga sem fram hefðu komið í uppsagnarbréfi Gunnars.

Rifjað er upp í Fréttablaðinu í dag að Ingi F. Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, og Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands, hefðu um tíma haft réttarstöðu grunaðra manna. Mál á hendur þeim hefði verið látið niður falla.

Ársæll greindi frá því í yfirlýsingu um miðjan mars, að hann hefði komið gögnum um Guðlaug Þór frá Fjármálaeftirlitinu og til DV. Maður hefði komið til hans gögnum og beðið hann um að koma þeim til Gunnars Andersen. Gunnar hefði aftur beðið hann að koma gögnunum til DV. Það hefði hann gert.

Fréttablaðið segir að umrædd frétt hafi fjallað um að eignarhaldsfélag í eigu Guðlaugs Þórs hefði fengið greiddar 33 milljónir króna frá Landsbankanum, árið 2003, vegna sölu hans á umboði fyrir svissneskt líftryggingarfrélag, sem hann seldi bankanum á þessum tíma.

 

]]>
http://smugan.is/2012/08/rikissaksoknari-akaerir-gunnar-andersen/feed/ 0