Smugan » Raddir http://smugan.is Vefrit um pólítík og mannlíf Tue, 30 Apr 2013 22:00:37 +0000 is-IS hourly 1 http://wordpress.org/?v=3.4.2 Það sem þjóðin þráir http://smugan.is/2013/04/thad-sem-thjodin-thrair/ http://smugan.is/2013/04/thad-sem-thjodin-thrair/#comments Tue, 30 Apr 2013 21:48:10 +0000 tka http://smugan.is/?p=99901 ,,Sýnist fólk vera mikið að giska á og gæla við önnur stjórnarmynstur en B og D. Why on earth? Niðurstöður kosninganna eru skýrar. Þjóðin þráir þetta bandalag og fékk það upp úr kjörkössunum. Nú er þeirra að semja sig inn í stjórnarráðið og sýna svo hvað þeir/þau geta. Auðvitað er eftirsjá að aðildarviðræðum og stjórnarskrá, og auðvitað verður erfitt að sjá Alþingi breytast í flokksþing Framsóknarflokksins með öllum sínum ungbændum og fótboltaþjálfurum, en er ekki betra að bíða og játa sig sigraðan, en hlaupa undir framsóknar- eða íhaldsbagga? Eða því ætti t.d. Samfylkingin að fara í stjórn eftir þetta afhroð?

Eina ástæðan væri sú að Össuri leiðist svo að vera óbreyttur þingmaður að það verði að koma honum í ráðherrastól, eins og ómældir bloggpistlar hans vitna um. En þar með er það upp talið. Flokkurinn sem hefur skýrustu framtíðarsýnina og ESB að markmiði fékk bara rúm 12% í kosningunum. Fólkið vildi annað og annað skal það fá. Sannið svo til að Millastjórnin verður komin ofan í 15% fylgi strax í haust og mun svo tapa næstu kosningum. Og það tekur yfirleitt þjóðina tíu ár að sjá það sem ætti að virðast augljóst. Það tók hana tíu ár að fatta að Árni Johnsen væri búinn með kvótann sinn, og það mun líka taka hana tíu ár að átta sig á því að ESB gæti verið okkur hagstætt. Leiðslurnar eru eðlilega lengri á landsbyggðinni. Og pólitík er líka langhlaup. Og þá er um að gera að vera reddí þegar tíminn kemur. Millastjórnin mun ekki sitja til eilífðar. Nú um stundir er víst kolómögulegt fyrir stjórnmálamenn að halda bæði völdum vinsældum, nú er allt einnota í pólitík. Einu undantekningarnar virðast vera Angela Merkel og Jón Gnarr.”

Hallgrímur Helgason á Facebook

]]>
http://smugan.is/2013/04/thad-sem-thjodin-thrair/feed/ 0
Ættarveldin og stjórnmálin http://smugan.is/2013/04/aettarveldin-og-stjornmalin/ http://smugan.is/2013/04/aettarveldin-og-stjornmalin/#comments Tue, 30 Apr 2013 11:17:47 +0000 tka http://smugan.is/?p=99852 Ættlaus alþýðustrákur úr Breiðholti getur ekki annað en tekið eftir því að ættarveldin hafa náð tökum á stjórnmálunum á ný. Af formönnum flokkana sex er aðeins einn alþýðumaður; Birgitta Jónsdóttir. Hinir tilheyra ættarveldum Íslands, ýmist auð- eða menningarelítu, nema hvort tveggja sé. Það er því af sem áður var, þegar alþýðufólk á borð við Davíð, Jóhönnu og Steingrím J fóru fyrir flokkunum.

Eiríkur Bergmann Einarsson á Facebook

]]>
http://smugan.is/2013/04/aettarveldin-og-stjornmalin/feed/ 0
Borgar sig að þegja? http://smugan.is/2013/04/borgar-sig-ad-thegja/ http://smugan.is/2013/04/borgar-sig-ad-thegja/#comments Tue, 30 Apr 2013 10:03:07 +0000 tka http://smugan.is/?p=99837 ,,Það er mjög alvarlegt ef tap VG í Suðurkjördæmi er vegna þess að við töluðum gegn álveri í Helguvík eins og Kristján Már Unnarsson heldur fram.

Umræðan um álverið er alveg ótrúleg. Þar er haldið fram svo miklum rangfærslum og blekkingum að fólk trúir ekki sínum eigi augum. Hvers vegna er ekki þessi hugmynd vegin og metin í heild sinni?”

Sjá blogg Ingu Sigrúnar Atladóttur

]]>
http://smugan.is/2013/04/borgar-sig-ad-thegja/feed/ 0
Smugan- athvarf til vinstri http://smugan.is/2013/04/smugan-athvarf-til-vinstri/ http://smugan.is/2013/04/smugan-athvarf-til-vinstri/#comments Tue, 30 Apr 2013 10:00:30 +0000 tka http://smugan.is/?p=99835 ,,Nú að afloknum kosningum stöndum við frammi fyrir mikilli áskorun. Hægrisveifla er í loftinu og í því ljósi velti ég fyrir mér rödd okkar vinstra fólks.

Eins og sjá má á forsíðu Smugunnar vantar mikið uppá til þess að hún verði áfram í loftinu og er það dapurt. Ekki hefur verið auðvelt að koma okkar málstað að í fjölmiðla og Smugan oft á tíðum eina athvarf okkar til vinstri.

Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að skrá sig fyrir framlagi þannig að ekki þurfi að loka Smugunni og munum að allt skiptir hér máli.”

Sjá blogg Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur

]]>
http://smugan.is/2013/04/smugan-athvarf-til-vinstri/feed/ 0
Áherslan er á græna hagkerfið http://smugan.is/2013/04/aherslan-er-a-graena-hagkerfid/ http://smugan.is/2013/04/aherslan-er-a-graena-hagkerfid/#comments Tue, 30 Apr 2013 09:33:22 +0000 tka http://smugan.is/?p=99824 ,,Það þarf ekki að spyrja að því að þessa dagana eru þegar byrjaðar viðræður um stjórnarsamvinnu og innihald stjórnarsáttmála í einstökum málaflokkum. Einn þeirra málaflokka eru umhverfismál, sem nær ekkert fengust rædd í kosningabaráttunni og komandi ríkisstjórn hefur því ekki sams konar umboð frá kjósendum í þeim málum eins og þeim málum, sem voru nær eingöngu rædd alla kosningabaráttuna,” segir Ómar Ragnarsson á bloggi sinu.

,,Þess vegna telja 15 umhverfis-og náttúruverndarsamtök það nauðsynlegt að hvetja nýkjörið Alþingi á jákvæðan hátt til góðra verka í umhverfismálum, íhuga þau vel og vanda til verka. 

Við munum líka minna á að í nýjum skoðanakönnunum var góður meirihluti með því að verja Mývatn og yfir 60% þeirra, sem tóku þátt, voru andvígir nýjum álverum. Þessi mál þarf að kryfja til mergjar.

Það er tilviljun að eini dagurinn, sem í boði er til að gera þetta nógu tímanlega, er morgundagurinn, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, sem við virðum og styðjum á alla lund. 

En það á ekki að vera vandamál ef rétt er að staðið. Í stað þess að ganga sérstaka göngu og keppa við kröfugöngu verkalýðsins sýnum við henni virðingu með vinsamlegri og jákvæðri stuðningsþátttöku.

Við viljum að engu leyti eigna okkur daginn eða draga athyglina frá honum og baráttumálum verkalýðsins, heldur viljum við þvert á móti með því að verða öftust í árlegri kröfugöngu leggja okkar af mörkum til þess að gera heildarþátttökuna og heildarstærð hennar sem stærsta og veg hennar sem mestan, -  verða aftast til þess trana okkur ekki fram og nefnum okkar hluta göngunnar grænu gönguna.

Verðum meðal annars með spjöld sem styðja meginkröfur dagsins.

Við verðum með græna fána, en munum víkja af leið í stutta stund og setja þá niður í klukkustund fyrir framan Alþingishúsið í stuttri athöfn, sem á engan hátt á að trufla baráttufund á Ingólfstorgi.

Við erum flest eða höfum verið launþegar og munum því flest sameinast fundarmönnum á Ingólfstorgi án grænna fána til þess að gera fundinn sem stærstan og glæsilegastan á okkar hljóða hátt.

Það er áratuga hefð fyrir því að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og ýmsir sérhópar, svo sem herstöðvaandstæðingar, femínistar o. s. frv. taki þátt í kröfugöngunni og leggi sitt af mörkum til að gera hana sem stærsta en hafi jafnframt uppi spjöld með sínum áhersluatriðum.

Við leggjum áherslu á græna hagkerfið, sem var samþykkt einróma á síðasta þingi og er brýnt hagsmunamál fyrir launþega og alla landsmenn.

Við bendum á að hreint og heilnæmt vatn, loft og haf og aðgangur að einstæðri og óspilltri náttúru eru hluti af lífsgæðum og lífskjörum allra landsmanna og að þessi gæði draga stórvaxandi fjölda ferðamanna til landsins sem skapa þúsundir nýrra starfa ár hvert.

Við bendum líka á að í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, sem 64% þáttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslu studdi, og yfir 80″ studdu auðlindakaflann,  er eitt af mikilvægustu grundvallarákvæðunum þetta: “Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Því ber öllum að virða hana og vernda”  

]]>
http://smugan.is/2013/04/aherslan-er-a-graena-hagkerfid/feed/ 0
Illur, verri, verstur http://smugan.is/2013/04/illur-verri-verstur/ http://smugan.is/2013/04/illur-verri-verstur/#comments Sun, 28 Apr 2013 21:40:07 +0000 tka http://smugan.is/?p=99750 Kosningaúrslitin rifja upp vísu vestur-íslenska snilldarskáldsins Káins um mannaráðningar nokkra þar vestra:

Góður, betri, bestur
burtu voru reknir.
Illur, verri, verstur
voru aftur teknir.

Páll Bergþórsson á Facebook

]]>
http://smugan.is/2013/04/illur-verri-verstur/feed/ 0
22 þúsund fá engan þingmann http://smugan.is/2013/04/22-thusund-fa-engan-thingmann/ http://smugan.is/2013/04/22-thusund-fa-engan-thingmann/#comments Sun, 28 Apr 2013 10:24:25 +0000 tka http://smugan.is/?p=99728 ,,Ef þingmenn skiptust af jafnræði á milli flokka eftir atkvæðum á landsvísu og ef enginn væri væri þröskuldurinn (hann er 5% nú) þá hefðu þingheimur skipst svona: Sjálfstæðisflokkur 18, Framsókn 16, Samfylking 8, VG 7, Björt framtíð 5, Píratar 3, Flokkur heimilanna 2, Dögun 2, Lýðræðisvaktin 1 og Hægri grænir 1. Kosningakerfið fellir út sex þingmenn síðustu fjögurra framboðanna og færir þrjár þeirra til Framsóknar og einn til Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.”

Gunnar Smári Egilsson á Facebook

]]>
http://smugan.is/2013/04/22-thusund-fa-engan-thingmann/feed/ 0
Hlutfall kvenna eftir kosningarnar http://smugan.is/2013/04/hlutfall-kvenna-eftir-kosningarnar/ http://smugan.is/2013/04/hlutfall-kvenna-eftir-kosningarnar/#comments Sun, 28 Apr 2013 10:21:23 +0000 tka http://smugan.is/?p=99725
Hlutfall kvenna á þingi eftir þessar kosningar er 39,7% sem er 3,2% lakara en 2009 með 42,9%. Einstaka flokkar: Sjálfstæðisflokkur; konur eru 6 af 19 þingmönnum eða 31,6%, Framsókn; konur 8 af 19 eða 42,1%, Samfylking; konur 4 af 9 eða 44,4%, VG; konur 4 af 7 eða 57,1%, BF; konur 2 af 6 eða 33,3% og Píratar; konur 1 af 3 eða 33,3%
Kristín Ása Einarsdóttir á Facebook
]]>
http://smugan.is/2013/04/hlutfall-kvenna-eftir-kosningarnar/feed/ 0
Free at last http://smugan.is/2013/04/free-at-last/ http://smugan.is/2013/04/free-at-last/#comments Sun, 28 Apr 2013 10:17:32 +0000 tka http://smugan.is/?p=99723 Í morgun þegar ég vaknaði og nýtt fólk hefur axlað skyldur kjörinna fulltrúa á löggjafarsamkundunni komu mér í hug orð Martins Luthers King í frægri ræðu þar sem hann sagði í öðru samhengi: “Free at last, free at last…!”

Sem betur fer voru það ekki margir sem ég kynntist í þessu undarlega starfi sem virtust líklegir til að gera fólki mikinn óskunda. Flestir buðu af sér góðan þokka og hegðuðu sér eins og skikkanlegar manneskjur, þótt innan um og saman við væri þarna – eins og víðast hvar annars staðar – fólk sem veldur því að maður hugsar með sér “hvað þarf maður eiginlega að sturta oft niður hérna?”

Þegar ég var kosinn var mér auðvitað ljóst að kjósendum eru mislagðar hendur, auk þess sem þeir vita lítið hvernig mannskap þeir eru að ráða til starfa. Aðdragandi kosninga snýst ekki um að koma upplýsingum til kjósenda heldur áróðri. Það er ekki vegna illsku stjórnmálaflokkanna heldur vegna þess að eftirspurn eftir áróðri er jafnmikil og eftirspurn eftir upplýsingum er takmörkuð.

Ég óska þeim þingmönnum sem nú ljúka störfum til hamingju með að hafa endurheimt frelsi sitt og þakka viðkynningu og samstarf þar sem það á við; þeim sem halda áfram óska ég þess að störf þeirra verði þeim sjálfum og fólki til góðs, og hinum nýkjörnu ráðlegg ég að fylgja rödd samviskunnar en ekki flokksforystunnar ef ágreiningur verður milli þessara aðila – hin efnislegu rök mín fyrir þeirri skoðun er að rödd samviskunnar er líklegt til að elta mann miklu lengur en flokksforystan nennir að gera.

Og þeim sem sjá sjálfa sig sem mikla diplómata og stjórnviskusnillinga bendi ég á að málamiðlanir eru niðurstaða sem allir málsaðilar eru sammála um að sé ekki sú rétta.

Allt í haginn!

]]>
http://smugan.is/2013/04/free-at-last/feed/ 0
Tímamót http://smugan.is/2013/04/katrin-jakobsdottirtimamot/ http://smugan.is/2013/04/katrin-jakobsdottirtimamot/#comments Sat, 27 Apr 2013 17:22:53 +0000 tka http://smugan.is/?p=99672 Við stöndum á tímamótum og valkostirnir eru skýrir. Við höfum tækifæri til þess að taka skrefið til fulls og halda áfram uppbyggingu velferðarsamfélags þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. Allar forsendur til þess hafa verið skapaðar á undanförnum árum. Við getum eflt heilbrigðiskerfið, bætt menntakerfið og bætt kjörin. Við getum byggt uppp fjölbreytt atvinnulíf þar sem frumkvæði einstaklinganna fær að blómstra án þess að ganga á náttúruna og tækifæri komandi kynslóða. Núna skiptir máli að hugsa til lengri tíma með félagslegt réttlæti, sjálfbærni og velsæld okkra allra að leiðarljósi. Vinstri græn eru skýr valkostur. Við viljum fara þessa leið með ykkur.

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna

]]>
http://smugan.is/2013/04/katrin-jakobsdottirtimamot/feed/ 0