Smugan » Raddir – Héðan og þaðan http://smugan.is Vefrit um pólítík og mannlíf Tue, 30 Apr 2013 22:00:37 +0000 is-IS hourly 1 http://wordpress.org/?v=3.4.2 Að jafnréttisstýra – viðbrögð eftir íþróttadag http://smugan.is/2012/11/ad-jafnrettisstyra-vidbrogd-eftir-ithrottadag/ http://smugan.is/2012/11/ad-jafnrettisstyra-vidbrogd-eftir-ithrottadag/#comments Mon, 12 Nov 2012 18:01:35 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=81730 Börn eru börn og unglingar eru unglingar og strákar eru strákar og stelpur eru stelpur. Þetta eru gamlar tuggur og klisjur sem allir hafa heyrt. Þær eru tilraun til þess afsaka hegðun sem ætti sjaldnast að líðast yfirleitt.

Á íþróttadegi MA kom upp atvik sem fólk keppist við að fordæma eða afsaka með mismunandi hætti og því er miður. Þó virðist að einn drengur, sá hinn sami og gerði sig sekan um mistökin, hafi haft vit til þess að gera það rétta. Að biðjast afsökunar. Ég finn til með þeim nemendum sem fannst ráðist á sig  með einum eða öðrum hætti. Það er ósköp eðlilegt og þau eiga fullan rétt á því að vera reið, pirruð og sár út í þennan dreng. Svona hegðun er til skammar og á að vera það. En við getum ekki spólað til baka og við græðum ekkert á hefndinni í hvaða fomi sem hún birtist.

Áfram heldur heimurinn að snúast víst og áfram heldur lífið með fordómum og án þeirra. Mér þykir miður að þetta skuli hafið komið upp í MA og ég finn til ákveðinnar skyldu til þess að tjá mig um þetta sem jafnréttisstýra MA. Og hvað eigum við þá að gera?

Við þurfum að finna lausn. Reyndar erum við búin að, held ég, búin að berjast fyrir jafnrétti kynjanna, berjast gegn einelti og berjast gegn þessari klámvæðingu, kven- og sjálfsfyrirlitningu. Ég tala um sjálfsfyrirlitningu því ég tel að sú manneskja sem leyfir sjálfri sér að taka þátt og/eða lætur kvenfyrirlitningu yfir sig ganga beri ekki næga virðingu fyrir sjálfri sér sem persónu. Mér virðist hins vegar eins og við séum  búin að berja hausnum í vegg í endaleysu. Vissulega hefur eitthvað áunnist en það virðist hverfa jafnskjótt og förin í sandinum þegar langstökkvarinn hefur staðið upp úr sandgryfjunni. Jafnvel þó svo allir standi upp og klappi fyrir afrekinu.

Það er vissulega sorglegt að horfa yfir fjölmiðlaumfjöllun síðustu vikna þar sem fréttir af kvenfyrirlitningu og fordómum menntaskólanema á Íslandi hafa verið áberandi. En er það lausnin? Erum við að leysa málin á spjallþráðum og fésbók? Fjölmiðlar verða ennfremur að taka ábyrgð. Þessi drengur hefur ekki aðeins verið nafngreindur heldur birt af honum mynd í ofanálag.

Og það ekki minna áhyggjuefni að stúlkurnar sem tjáðu sig fyrstar um fréttina hafa ekki viljað koma fram undir nafni. Hvað segir það um samfélagið hér? Að þær séu hræddar við að vera bendlaðar við þetta? Að þær óttist viðbrögð þessa litla samfélags okkar? Að þeim líði eins og brotaaðila eða svikara með því að ræða um kynferðislega mismunum. Er ekki eitthvað stórkostlega rangt við það?

Fjölmiðlar eru einfaldlega að bjóða fólki upp á það að vera tætt í sundur á spjallsíðum þar sem Jón, Gunna og Páll hella sér yfir fólk. Persónur og einstaklinga sem í flestum tilvikum geta engum vörnum beitt. Sumt af því sem fólk lætur hafa eftir sér á spjallsíðum er hræðilegt að lesa. Svo ljótt og vanhugsað að maður hreinlega verður sorgmæddur. Eru persónulegar árásir í lagi ef setið er fyrir framan skjá? Er rafrænt einelti í lagi?

Ég ítreka að drengurinn hefur þegar beðist afsökunnar og það er sennilega það eina sem hann getur gert. Utan þess auðvitað að sýna í verki bót og betrun. Það er vonandi að drengurinn, og raunar allir, taki þetta raunverulega til sín og vonandi að nemendur og starfsfólk finni það hjá sér að fyrirgefa honum. Ég þekki þennan dreng ekki af öðru en góðu og vil ekki trúa því að þessi vitleysisgangur sem átti sér stað sé annað og meira en vitleysisgangur.

En hvar liggja mörkin? Og hver á að fá að ráða því hvernig við hegðum okkur og hvað við gerum? Hvað með þetta málfrelsi og skoðanafrelsi og hitt og þetta frelsið? Við þurfum, held ég, alvarlega að íhuga hvað það er sem við erum að höndla í þessu frelsi. Og að mörgu leyti tel ég ennfremur að við eigum alls ekkert með að vera að fikta með þetta frelsi. Við höfum sýnt, og sýnum fram á það hvað eftir annað, að við virðumst ekki fyllilega skilja hvernig á að fara með allt þetta frelsi. Þó virðist mér sömuleiðis ljóst að heimurinn væri sennilega verr staddur ef ekki fyrir allt þetta frelsi.

Við höfum það ótrúlega gott og þökk sé fyrri kynslóðum höfum við fæðst inn í samfélag sem er ótrúlega skilvirkt og gott að mörgu leyti. Þessar kynslóðir sem nú lifa eru þó merkilega ólíkar. Munurinn á áttræðum og átján ára virðist orðinn svo mikill að ég hugsa túlkur væri nauðsynlegur ættu þessar kynslóðir að eiga einhver samskipti að ráði. Og fyrir manneskju sem upplifði allar þessar breytingar er sennilega sárt að hversu lítils virði öll þessi barátta er í augum nýjustu kynslóðanna. Staðreyndir í sögubók og mynd af einhverri Bríet fylgir með.

Nú vil ég forðast þann misskilning að ég sé fortíðarrómantíker sem telur allt batna eftir því fæðingar- eða framleiðsluár er nær árinu 1900. Það er alls ekki svo en mér finnst eins og við gerum okkur ekki nógu vel grein fyrir því hversu mikið hefur breyst og hversu illa við erum að fara með þetta frelsi sem við lítum á sem sjálfsagðan hlut.

Þetta er kannski ekki pistillinn sem þið bjuggust við. Ekki klisjan þar sem jafnréttisstýran öskrar með tilheyrandi upphrópunum, stríðshrópum og kröfu um afsögn allra sem viðkoma málinu, þar á meðal minni eigin. Ég vil benda þeim á, sem lesið hafa umræðurnar á netinu, að þessi drengur er í skóla, hann er ekki með lága greindarvísitölu og svo sannarlega ekki réttdræpur. Hann gerði mistök og baðst afsökunar. Við lifum og lærum og hann er enn að. Raunar við ættum við öll að muna það.

Skólakerfið verður í heild sinni að taka af skarið. Það er því sitthvað sem bæta þarf í skólakerfinu og við kennarar þurfum greinilega að taka okkur tak. Það er sitthvað sem þarf að breytast hjá fjölmiðlum og greinilega þarf ennfremur eitthvað að breytast á heimilinum í landinu. Það er ekki hægt að varpa ábyrgðinni yfir á einhvern einn eða tvo.

Ég vil benda á að kynjafræði er kennd hér við MA, en hún er samt sem áður bara valfag. Siðfræði er nú loksins kennd við flesta framhaldsskóla landsins og það er fag sem getur hjálpað okkur mjög í baráttunni við fordóma og fleira eitur í samfélaginu. Ég veit að í Íslandsáfanganum hjá okkur er talsvert rætt um þessa hluti og í félagsfræðinni líka. Vonandi förum við fljótlega að sjá einhver merki þess að kennslan hafi tilætluð áhrif. En þó verðum við að spyrja okkur hvort að við séum yfirleitt að fara rétt að? Um leið hvet ég menntamálaráðuneytið að íhuga alvarlega að bæta kynjafræði inn í námskrá sem skyldufagi.

Þetta virðist ætla að verða eilífðar barátta hjá okkur. Og ég viðurkenni það fúslega að mér er það nánast óskiljanlegt hvernig þetta getur verið vandamál. Ég bara hreinlega skil ekki hvernig svona fordómar þrífast í samfélaginu! Um leið og svar við þeirri spurningu finnst getum við kannski leyst þetta mál í eitt skipti fyrir öll. Einhverstaðar segir samt að góðir hlutir gerist hægt en mikið ofboðslega er ég orðinn þreyttur á biðinni.

Heimir Björnsson
Kennar og jafnréttisstýra MA.

Greinin birtist fyrst á vef Menntaskólans á Akureyri.

]]>
http://smugan.is/2012/11/ad-jafnrettisstyra-vidbrogd-eftir-ithrottadag/feed/ 0
Íslenskt samfélag árið 2012 http://smugan.is/2012/11/islenskt-samfelag-arid-2012/ http://smugan.is/2012/11/islenskt-samfelag-arid-2012/#comments Sun, 04 Nov 2012 16:42:57 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=80645 „Ég átti að taka 10 fyrir hádegi og 10 eftir hádegi“ sagði stúlkan sem lögreglan frelsaði úr höndum vændismansals fyrr á árinu. Á Íslandi á árinu 2012. Segir okkur að meðal okkar ganga karlmenn – ungir og gamlir í hópum sem eru tilbúnir að svala kynkvöt sinni með þræl sem lokaður er inni kjallara til þess eins að þjóna þeim nótt og dag.

Í vikunni  fór hátt í umræða um aðferðir nemendafélaga menntaskólanna til að auglýsa viðburði sína. Aðferðirnar sem valdar voru og samþykktar innan hópsins voru „að sýna stúlku kynferðislega áreitta og neydda til munnmaka við dreng. Í hinu tilfellinu var stúlka á hnjánum að veita strák í sigurvímu tott. Stelpur þjóna, strákar njóta.“ Eins og Hrafnhildur Ragnarsdóttir orðar það í grein sinni á smugunni „Ég þarf feminisma.“

Sorgin sem fréttir af þessu valda mér verður ekki með orðum lýst. Er til of mikils mælst að við upprætum vændismansal innan okkar 300 þúsund manna samfélags? Viljum við lifa við það að raunveruleiki Lilju forever sé raunveruleiki ungra stúlkna á meðal okkar? Getum við lifað við það?

Ætlum við að ganga götuna lengi frameftir veg þar sem viðhorfin til kynjanna eru þau sem að ofan er lýst? Er til of mikils mælst að foreldrar, skólayfirvöld, eldra fólk, ungt fólk – við öll – gefum skýr skilaboð um að þessi viðhorf til kynjanna séu ekki samþykkt innan okkar samfélags?

Kynhvöt er ein frumþarfa mannsins. Stúlkur jafnt og drengir hafa kynhvöt og kynþarfir. Um þær og þeirra þarfir og langanir er ekki enn talað á árinu 2012. Graðar stelpur er ekki samþykktar nema í því samhengi að gredda þeirra sé til að svala greddu strákanna.

Oft hefur mér komið í hug að skrifa um þessa hluti síðustu ár. Aldrei varð af því að birta það sem ég skrifaði – undiraldan var of þung. Of erfitt að koma orðum að því sem þurfti. Nú stöndum við frammi fyrir því að unga fólkið okkar er íhaldssamara í skoðunum en ungt fólk var fyrir 20 árum. Gilzenegger er orðinn raunverulegur áhrifavaldur á viðhorf ungs fólks á Íslandi á árinu 2012. Ég fullorðin manneskjan hef orðið vitni að kappsemi manna á mínum aldri í því að styðja Gilzenegger og viðhorf hans. Fæ hroll við tilhugsunina.

Mér er ofboðið. Svo ofboðið að ég get ekki lengur orða bundist. Kynþarfir ungs fólks – drengja og stúlkna er eðlilegasti hlutur í heimi. Að ungt fólk sé upptekið af þeim hlutum er eðlilegasti hlutur í heimi. Að meðhöndla þá hluti með þeim hætti sem við verðum vitni að er úrkynjun. Virðingarleysi í hæstu hæðum og á ekki að líða.

Upphafning virðingarleysis drengja gagnvart stúlkum í kynlífsathöfnum er ekkert fyndin. Hún er dauðans alvara.

Kaup karla á kynlífsþjónustu við ungar stúlkur sem haldið er sem þrælum í okkar samfélagi á að uppræta og það strax.

Ég er með tillögu til stjórnenda grunnskólanna – gerið ungu fólki að lesa bók júgóslavnesku stúlkunnar Leilu. Og sýnið því kvikmyndirnar Lilja forever og 90 minutes eftir norska leikstjórann Evru Sörhaug. Skapið umræður um þessi mál á meðal ungs fólks.

Við verðum að bregðast við og sveigja samfélagið af þeirri braut sem það er á. Við erum fólkið til að gera það.

 

Höfundur: Signý Sigurðardóttir.

]]>
http://smugan.is/2012/11/islenskt-samfelag-arid-2012/feed/ 0
Vill ekki leyniþjónustu http://smugan.is/2012/10/vill-ekki-leynithjonustu/ http://smugan.is/2012/10/vill-ekki-leynithjonustu/#comments Mon, 29 Oct 2012 18:01:54 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=79861 „Á síðasta ári spannst talsverð umræða um þessi mál þegar lögreglan viðraði áhyggjur sínar af því að rannsóknarheimildir og fjármuni skorti til að sporna við útbreiðslu skipulagðrar glæpastarfsemi. Í framhaldinu var tryggt fjármagn til rannsóknarteymis lögreglu sem hefur það verkefni með höndum að uppræta skipulagða glæpastarfsemi. Árangur af því starfi er ótvíræður og nauðsynlegt að framhald verði á,“ skrifar Ögmundur Jónason innanríkisráðherra í Fréttablaðið.

„Í þessum efnum vilja margir þingmenn ganga sömu slóð og Norðurlandaríkin, en þar eru starfræktar leyniþjónustur. Því hef ég verið andvígur, enda hef ég efasemdir um að þessar leyniþjónustur gagnist eins vel og ýmsir vilja vera láta, ekki síst miðað við fjármagn sem til þeirra er veitt, í því augnamiði að tryggja öryggi samfélagsins. Á sama tíma eru fólgnar í þessari starfsemi hættur sem mikilvægt er að taka alvarlega og sem nauðsynlegt er að eiga málefnalega umræðu um, áður en afdrifarík skref eru stigin í þessa átt,“ segir Ögmundur enn fremur.

Vilja víðtækari rannsóknarheimildir en bara gegn glæpum

„Þótt ég taki alvarlega ábendingar lögreglunnar um að það skorti á heimildir til að fylgjast með skipulögðum glæpasamtökum, sem sannanlega hafa glæpsamlegan ásetning, í samræmi við skilgreiningu alþjóðalaga og almennra hegningarlega, hef ég að sama skapi varað við því að ógnin sem stafar af skipulögðum glæpasamtökum verði ?nýtt? til að réttlæta víðtækar forvirkar rannsóknarheimildir.

Þessi andi bjó að baki frumvarpi sem ég lagði fyrir á Alþingi í fyrra. Í umræðum um það kom fram að fjölmargir töldu frumvarpið ganga alltof skammt og hluti umsagnaraðila taldi að með því væri engu bætt við þær heimildir sem lögreglan hafði þegar. Þær fullyrðingar tel ég umdeilanlegar, en ljóst er að þau sem vilja nota tækifærið og koma á víðtækum forvirkum rannsóknarheimildum með skírskotun til skipulagðar glæpastarfsemi virðast heldur mótfallin því að leiða í lög heimildir sem bregðast eingöngu við þeirri ógn. Vilji þeirra virðist vera að ganga mun lengra. Hvað sem því líður þá var ljóst að sú leið sem lögð var til í áðurnefndu frumvarpi naut ekki pólitísks stuðnings.“

]]>
http://smugan.is/2012/10/vill-ekki-leynithjonustu/feed/ 0
Sjálfstæðismenn vildu ekki Bjarna – eða hvað? http://smugan.is/2012/10/tveir-af-hverjum-thremur-vildu-ekki-bjarna/ http://smugan.is/2012/10/tveir-af-hverjum-thremur-vildu-ekki-bjarna/#comments Tue, 23 Oct 2012 15:04:11 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=79131 „Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í nóvember fyrir tæpu ári höfðu 2.000 manns seturétt og þar með atkvæðisrétt. Í kjöri til formanns kusu 1.323 og var því „kjörsóknin“ um 67%. Þýðir þetta að 33% „kjósenda“ hafi verið óánægðir með flokkinn og þá valkosti sem í boði voru á landsfundinum? Áhugalausir?“ segir Friðrik Þór Guðmundsson, ritstjóri Dögunar á bloggsíðu sinni. Þar veltir hann vöngum yfir fullyrðingum um huga þeirra sem sátu heima í kosningum um tillögur stjórnlagaráðs.

„Á téðum landsfundi fékk núverandi formaður 727 atkvæði og var það kynnt sem 55% hlutfall. En afhverju er þetta þá ekki kynnt sem 37% hlutfall og sagt sem svo að 63% landsfundarfulltrúa með seturétt hafi ekki viljað Bjarna? Myndu sjálfstæðismenn mótmæla því ef ég fullyrði að næstum tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum hafi ekki viljað Bjarna?

Það er auðvitað út í hött að telja með og túlka „atkvæði“ þeirra sem ekki greiddu atkvæði.“

Sjá bloggsíðu Friðriks Þórs.

]]>
http://smugan.is/2012/10/tveir-af-hverjum-thremur-vildu-ekki-bjarna/feed/ 0
Tíðarandar takast á http://smugan.is/2012/10/tidarandar-takast-a/ http://smugan.is/2012/10/tidarandar-takast-a/#comments Sun, 21 Oct 2012 19:30:57 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=78877 Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október var meiriháttar áfangi. Gamli tíðarandinn situr eftir í skotgröfunum, „feigur og farinn á taugum“ og ný tíð svífur yfir vötnum.

Íslensk þjóð gat tjáð sig eftir hrunið um hvað hún vildi og hvert hún ætlaði að fara og sú viska birtist í þjóðfundunum 2009 og 2010. Hún kom sér saman um nokkur þjóðgildi: ábyrgð, heiðarleika, frelsi, virðingu, réttlæti, lýðræði, jöfnuð, jafnrétti, sjálfbærni, mannréttindi, fjölskyldugildi, kærleika og traust.

Verkefnið var að sameinast um þjóðgildi, ekki að velja lið, hægri eða vinstri, heldur rækta og efla grunngildi sem voru vanrækt.

Gamli tíðarandinn varð firringunni að bráð. Hann glataði samábyrgð sinni, missti tök á sjálfsaganum og geystist hátt í loft upp og féll til jarðar. Núna er hann „knýttur og kalinn“.*

Hann er þó ekki alveg „brotinn og búinn“ og mun enn gera tilraunir til reisa tálma og torvelda för með úrtölum og bölmóði. Næsta verkefni hjá öðrum er því bæði að greiða leið og verjast fúkyrðunum.

Ósk og þrá þjóðarinnar býr í gildunum sem valin voru á þjóðfundunum og sem unnið hefur verið úr síðan: að móta samfélag sem byggir á jöfnuði, réttlæti og virðingu, frelsi og samábyrgð.

Verkefninu er ekki lokið, sennilega mun lokaáfanginn taka mest á. Ef til vill var þetta aðeins ágætis æfing.

 

*tilvitun í Megas: Gamli sorrí gráni.
Birtist á www.lifsgildin.is

 

]]>
http://smugan.is/2012/10/tidarandar-takast-a/feed/ 0
Albesta lygasagan http://smugan.is/2012/10/albesta-lygasagan/ http://smugan.is/2012/10/albesta-lygasagan/#comments Sun, 21 Oct 2012 11:42:12 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=78820 „Mér hefur alltaf þótt sagan um sund Grettis í land á kaldri vetrarnóttu vera ein albesta lygasaga Íslendingasagnanna. Landnámsmenn og afkomendur þeirra í nær þúsund ár voru algerlega ósyndir, enda engar heimildir um skipulega sundkennslu á vegum goða eða stórbænda.  Grettir litli fór ekki á sundnámskeið í sveit sinni og æfði ekki sjósund á góðviðrisdögum. Á fullorðinsárum sínum fór hann tvisvar í heita laug, ef marka má ævisögu hans. Fornmenn hafa buslað eins og blindir kettlingar eða setið í pottinum eins og Snorri. Síðarnefnda aðferðin hefur reyndar einkennt sundlaugarferðir landsmanna fram til þessa dags. Fólk fer í heitu pottana en syndir almennt lítið. Að því leyti hefur fátt breyst frá dögum Grettis.“

Sjá bloggsíðu Gísla Ásgeirsssonar, málbeinið.

]]>
http://smugan.is/2012/10/albesta-lygasagan/feed/ 0
Að gefa auðlindir http://smugan.is/2012/10/ad-gefa-audlindir/ http://smugan.is/2012/10/ad-gefa-audlindir/#comments Sun, 14 Oct 2012 14:19:23 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=77946 „Hér var kvótakerfinu komið á með þeim hætti að þær útgerðir sem höfðu stundað fiskveiðar í þrjú ár fyrir upptöku kerfisins fengur úthlutað kvóta/veiðirétti eftir hlutdeild sinni í heildarafla – ókeypis. Síðar var heimilað framsal kvótans að ósk útvegsmanna. Þannig var fiskveiðiauðlindin í reynd einkavædd – án endurgjalds. Hún var gefin. Svo sögðu hagfræðingar frjálshyggjunnar að þetta væri sérstaklega hagkvæmt því þjóðin nyti afrakstursins sem yrði enn meiri en áður. Arður þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni jókst þó ekki en arður kvótagreifa stórjókst,“ skrifar Stefán Ólafsson, prófessor, á bloggsíðu sína.

„Ef Norðmenn hefðu farið eins að varðandi olíuauðlind sína þá hefðu þeir gefið einkaaðilum hana. Til dæmis hefðu þeir þá úthlutað vinnslurétti olíu á landgrunninu til norsku olíufélaganna eftir markaðshlutdeild þeirra. Niðurstaðan hefði verið sú að einkafyrirtæki hefðu notið auðsins sem olíuauðlindin skapaði. Þjóðin hefði í besta falli fengið skatttekjur af þeim sem unnu við olíuiðnaðinn.

Norðmenn hugsuðu hins vegar meira um almannahag. Þeir stofnuðu Statoil og tryggðu að meginhluti arðsins af auðlindinni rynni í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar sem myndi nýtast til að bæta hag hennar til lengri tíma. Sú leið hefur gefist afar vel og gert Norðmenn að einni af hagsælustu þjóðum heims.“

Sjá bloggsíðu Stefán Ólafssonar.

]]>
http://smugan.is/2012/10/ad-gefa-audlindir/feed/ 0
Ofsóknir, kukl og skemmdarverk http://smugan.is/2012/10/ofsoknir-kukl-og-skemmdarverk/ http://smugan.is/2012/10/ofsoknir-kukl-og-skemmdarverk/#comments Sun, 14 Oct 2012 11:55:53 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=77930 „Repúblikaninn Gísli Freyr Valdórsson talar um dýrustu skoðunarkönnun Íslandssögunar. Auðvitað er ekki einu orði minnst á að það eru einmitt repúblikanarnir í Valhöll sem bera ábyrgð á að aðeins er um ráðgefandi atkvæðagreiðslu að ræða.

Einhuga stóðu repúblikanarnir gegn þeirri breytingu á stjórnarskránni sem til þurfti svo halda mætti bindandi atkvæðagreiðslur af áeggjan þingsins,“ skrifar Atli Þór Fanndal blaðamaður á Facebook síðu sína.

„Það er í því samhengi sem skrum og innflutt popúlísk elítuorðræða repúblikanans er stórfyndin. Hræsnin er svo yfirgengileg að orð fá varla lýst. Sjálfur lýsir Gísli þessu best en beinir þó ekki þangað sem það á heima; „Það er bæði hallærislegt og hrokafullt að ætla að segja fólki hvað það á að gera. Það er enn asnalegra að villa um fyrir fólki og beita blekkingum …“ Ekkert toppar vitleysuna sem fellst í að skósveinar valdaklíku eimreiðarinnar leyfi sér að tala líkt og blekkingar, hroki og skrum tilheyri öðrum en þeim sjálfum. Líkt og þeir séu annað en meistarar í þeirri iðju.Hópur sem telur valdastöðu sinna manna náttúrulögmál. Að fjarvera þeirra manna úr öllum valdastöðum samfélgsins – veraldlegum og trúarlegum, séu eðlisfræðileg frávik. Það er niðurlægandi að lesa skrif manna sem tala líkt og kosningar séu óeðlilegar og ólýðræðislegar – að allt annað en gagnrýnislaus undirlægjuháttur við skoðanir þeirra og hagsmuni séu hættulegar ofsóknir, kukl og skemmdarverk. Það er aumkunarvert að hlusta á sama fólk og hefur frá hruni krafist þess að ríkisstjórnin stígi til hliða á forsendu Capacent kannana, með töluvert minna úrtaki, láta eins og atkvæðagreiðsla sem öllum kosningabærum gefst færi á að taka þátt í, sé ómerk og óþörf.

Það er óþolandi að hlusta á stóra leikendur í kerfisbundnum ofsóknum, þöggun og niðurlægingu þeirra sem ekki deildu skoðunum klíkubræðra þeirra fyrir hrun, nú tala eins og þöggun og heiftúðleg umræða eigi uppruna sinn til seinni hluta ársins 2008.

Ég ætla að kjósa! Ég ætla líka að gera þá kröfu að hlustað verði á niðurstöðuna. Það er ábyrgð mín sem borgara, sem með baráttu og fórnum annarra, er þegar tryggður rétturinn til að kjósa.“

]]>
http://smugan.is/2012/10/ofsoknir-kukl-og-skemmdarverk/feed/ 0
Vonandi engar villur http://smugan.is/2012/10/vonandi-engar-villur/ http://smugan.is/2012/10/vonandi-engar-villur/#comments Sat, 13 Oct 2012 14:00:19 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=77826 „Ég hef verið að lesa Handritaspjall, hina gömlu bók Jóns Helgasonar. Hann vitnar á einum stað í fleyg orð Árna Magnússonar handritasafnara: ‘Svo gengur það til í heiminum að sumir hjálpa erroribus á gang, og aðrir leitast síðan við að útryðja aptur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverirtveggju nokkuð að iðja.’ En ekki vissi ég eða mundi hvert beint tilefni þessara ummæla var. Það var gremja og hneykslun Árna yfir óvönduðum vinnubrögðum fornritaskrifarans séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti,“ skrifar Guðmundur Magnússon á bloggsíðu sína.

„Séra Jón ritaði upp margar fornsögur, en frægustu uppskriftir hans eru Íslendingabók Ara fróða og Sturlubók og Hauksbók Landnámu. Þessi rit geyma drjúgan hluta af fróðleik okkar um forna tíma á Íslandi. Án uppskriftar hans væri Íslendingabók okkur glötuð. Sama er að segja um Sturlubók og mestan hluta Hauksbókar. Nú er bara að vona að við þessar uppskriftir klerksins hafi erroribus ekki farið á kreik eina ferðina enn …“

Sjá bloggsíðu Guðmundar Magnússonar.

]]>
http://smugan.is/2012/10/vonandi-engar-villur/feed/ 0
Ljós í myrkri Orkuveituskýrslu http://smugan.is/2012/10/ljos-i-myrkri-orkuveituskyrslu/ http://smugan.is/2012/10/ljos-i-myrkri-orkuveituskyrslu/#comments Fri, 12 Oct 2012 11:48:29 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=77728 „Svört skýrsla um Orkuveitu Reykjavíkur ætti ekki að koma mörgum á óvart.  Ein jákvæð hlið að málinu, kannski ekki alveg glóbjört, er að gjörðir stjórnar og framkvæmdastjórnar fyrirtækisins í nokkur ár er frábært kennsluefni í fjármálafræðum, sérstaklega varðandi fjármögnun fyrirtækja.  Nánast allt það sem ekki á að gera er gert á þessum árum.“

Sjá pistil Más Wolfgangs Mixa.

 

]]>
http://smugan.is/2012/10/ljos-i-myrkri-orkuveituskyrslu/feed/ 0