Smugan » Smugumenning http://smugan.is Vefrit um pólítík og mannlíf Tue, 30 Apr 2013 22:00:37 +0000 is-IS hourly 1 http://wordpress.org/?v=3.4.2 Smugumenning þakkar http://smugan.is/2013/04/smugumenning-thakkar/ http://smugan.is/2013/04/smugumenning-thakkar/#comments Tue, 30 Apr 2013 22:00:37 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99894 Smugumenning hættir hér með starfsemi sinni.

Umsjónarmaður þakkar fyrir góðar undirtektir í eitt og hálft ár og vonast eftir því að menningarumfjöllun á netinu finni sér nýjan farveg annarsstaðar.

Ég þakka lesendum góðan stuðning og öllum sem hafa nýtt sér þennan möguleika á umfjöllun fyrir sína starfsemi.

Með bestu kveðjum,

 

Gunnar Guðbjörnsson

]]>
http://smugan.is/2013/04/smugumenning-thakkar/feed/ 0
Guðný Valborg Guðmundsdóttir og Snorri Hallgrímsson með útskriftartónleika http://smugan.is/2013/04/gudny-valborg-gudmundsdottir-og-snorri-hallgrimsson-med-utskriftartonleika/ http://smugan.is/2013/04/gudny-valborg-gudmundsdottir-og-snorri-hallgrimsson-med-utskriftartonleika/#comments Tue, 30 Apr 2013 20:46:13 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99890 Föstudaginn 3. maí kl. 20:00 halda Guðný Valborg Guðmundsdóttir og Snorri Hallgrímsson útskriftartónleika sína í Áskirkju. Þau útskrifast með BA gráðu af tónsmíðabraut Listaháskóla Íslands nú í vor.

Á efnisskrá eru þrjú verk. Missa brevis er stutt messa í sex köflum sem Guðný Valborg samdi og er samin fyrir blandaðan kór og harmonikku. Verkið er í fjórum köflum þar sem hinn hefðbundni latneski messutexti er notaður. Bætt hefur verið við tveimur köflum sem samdir eru við íslenska ljóðatexta eftir Höskuld Ottó Guðmundsson og Kára Tryggvason. Verkið er tileinkað Guðmundu Guðmundsdóttur.

Fyrra verk Snorra er Þangað vil ég fljúga sem hann samdi fyrir blandaðan kór og strengi. Texti er úr samnefndri ljóðabók Ingibjargar Haraldsdóttur. Seinna verkið heitir Stjörnuhrap III. Vorið 2012 samdi Snorri verkið Störnuhrap við samnefnt ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Upptaka af því verki var undirstaðan í rafverkinu Stjörnuhrap II. Það verk heyrist að hluta í Stjörnuhrapi III þar sem það á í samræðum við blásarasveit sem einnig leikur gegn hljóðblönduðum upptökum af sjálfri sér.

]]>
http://smugan.is/2013/04/gudny-valborg-gudmundsdottir-og-snorri-hallgrimsson-med-utskriftartonleika/feed/ 0
Umræðudagskrá um strætislist http://smugan.is/2013/04/umraedudagskra-um-straetislist/ http://smugan.is/2013/04/umraedudagskra-um-straetislist/#comments Tue, 30 Apr 2013 18:43:36 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99885 Miðvikudaginn 1. maí verður efnt til umræðudagskrár um strætislist með Söru Riel sem er höfundur verkanna á sýningunni Slangur(-y).

 

Hún mun segja frá eigin listþróun en hún vakti fyrst eftirtekt sem listamaður vegna strætislistaverka sem finna má víða í Reykjavík og öðrum borgum heimsins. Hún mun einnig kynna heimildarkvikmyndina Beautyful losers sem segir frá hópi listamanna sem spratt upp úr umhverfi hjólabretta, grafitý, pönki og hipp hopp í Bandaríkjunum. Sara segir frá áhrifum sem þessir listamenn hafa haft og svarar spurningum áhugasamra. Ungt fólk með áhuga á strætislist er sérstaklega hvatt til þess að koma.

Listasafn Árnesinga sem er í eigu allra sveitarfélaganna í Árnessýslu er staðsett að Austurmörk 21, Hveragerði. Sýningarnar Til sjávar og sveita og Slangur(-y) munu standa til 2. júní. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu safnsins www.istasafnarnesinga.is og heimasíðu Söru www.sarariel.com
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

]]>
http://smugan.is/2013/04/umraedudagskra-um-straetislist/feed/ 0
Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður með leiðsögn http://smugan.is/2013/04/erla-thorarinsdottir-myndlistarmadur-med-leidsogn/ http://smugan.is/2013/04/erla-thorarinsdottir-myndlistarmadur-med-leidsogn/#comments Tue, 30 Apr 2013 17:41:13 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99882 Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður tekur þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á samsýningunni Tilraun til að beisla ljósið í Hafnarborg sunnudaginn 5. maí kl. 15.

 
Titill sýningarinnar Tilraun til að beisla ljósið er fenginn úr lýsingu eins listamannanna á eigin listsköpun, en hér vísar ljósið til andlegrar uppljómunar, leiðarljóss og hughrifa. Sýningin hverfist um myndlistina sem farveg fyrir andlega leit og upplifanir en hér eru sýnd saman myndverk samtímalistamanna og heilara. Í sýningunni er leitast við að varpa ljósi á áhrif andlegra fræða á myndlist og skoða snertifleti við myndverk heilara sem oft hafa önnur markmið en myndlistarleg við gerð verka sinna. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að vera unnin af sterkri löngun til að myndgera andlegar upplifanir og deila með áhorfendum. Á sýningunni mætast myndlist og heilun og gefst sýningargestum færi á að velta fyrir sér hugmyndafræðilegum og fagurfræðilegum tengingum listarinnar við hin andlegu svið.
Sýnendur eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Erla Þórarinsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Katrín Snæhólm Baldursdóttir, Margrét Elíasdóttir, Reynir Katrínar, Sigrún Olsen, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Steingrímur Eyfjörð, Viðar Aðalsteinsson og Þórey Eyþórsdóttir.

]]>
http://smugan.is/2013/04/erla-thorarinsdottir-myndlistarmadur-med-leidsogn/feed/ 0
Sumarleg dagskrá í Háteigskirkju http://smugan.is/2013/04/sumarleg-dagskra-i-hateigskirkju/ http://smugan.is/2013/04/sumarleg-dagskra-i-hateigskirkju/#comments Tue, 30 Apr 2013 16:39:27 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99879

Föstudaginn 3. maí flytja þau Lilja Eggertsdóttir sópran, Kjartan Eggertsson  gítarleikari og Anna Hugadóttir víóluleikari létta og sumarlega dagskrá á hádegistónleikum í Háteigskirkju.

 

Flutt verða ítölsk sönglög í útsetningum þríeykisins. Lögin eru flest frá Napólí og sum þeirra má heyra í gömlum kvikmyndum, má þá nefna Rimpianto (Serenata) eftir E. Toselli, Santa Lucia Luntana eftir E. A. Mario og Non ti scordar di me eftir E. Curtis. 

Ljúf stund sem ætti að höfða til flestra.

 

Hádegistónleikarnir í kirkjunni eru haldnir annan hvern föstudag á
milli 12:00 og 12:30 þar sem flutt er fjölbreytt efnisskrá við allra

hæfi. Almennt miðaverð er 1000 krónur.

]]>
http://smugan.is/2013/04/sumarleg-dagskra-i-hateigskirkju/feed/ 0
Kór Áskirkju flytur enskar kórperlur í Laugarneskirkju http://smugan.is/2013/04/kor-askirkju-flytur-enskar-korperlur-i-laugarneskirkju/ http://smugan.is/2013/04/kor-askirkju-flytur-enskar-korperlur-i-laugarneskirkju/#comments Tue, 30 Apr 2013 14:38:59 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99876 Kór Áskirkju heldur árlega vortónleika sína á morgun,  1.maí. Tónleikarnir verða í Laugarneskirkju og bera yfirskriftina If ye love me.

 

Á efnisskrá eru enskar kórperlur frá ýmsum tímum, bæði veraldlegar og kirkjulegar, eftir nokkur af helstu tónskáldum Breta m.a. Vaughan-Williams, William Byrd, Benjamin Britten, John Dowland, ThomasTallis og Edward Elgar. Nokkur verkanna eru tónlistarunnendum að góðu kunn en önnur heyrast sjaldan flutt  á tónleikum hér á landi. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Sem fyrr segir verða tónleikarnir í Laugarneskirkju og hefjast kl. 20.
Aðgangseyrir er 2.000 kr.

Kór Áskirkju er kammerkór, skipaður 16 söngvurum. Kórmeðlimir eru allir söngmenntaðir og hafa mikla reynslu í kórsöng. Kórinn syngur við kirkjulegar athafnir, sem og á tónleikum og við önnur tækifæri. Síðustu ár hefur kórinn átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutt með henni mörg stærri verka tónbókmenntanna, m.a. Sköpunina eftir Haydn, Messías eftir Handel, Rómeó og Júlíu eftir Berlioz, Carmina Burana eftir Orff og Níundu sinfóníu Beethovens við opnunhátíð Hörpu í maí 2011.

Á meðal stærri verka á efnisskrá kórsins má telja Stabat mater eftir Dvořák, Messu í Es-dúr eftir Rheinberger, Jólaóratóríu eftir Saint-Saëns, Requiem eftir Fauré, Messu í G-dúr eftir Poulenc, Orgelmessu eftir Flor Peeters, Maríumúsík eftir Anders Öhrwall og Jóhannesarpassíuna eftir Bach. Árið 2004 gaf kórinn út geisladiskinn Það er óskaland íslenskt þar sem kórinn flytur íslensk ættjarðarlög og um jólin 2008 kom út geisladiskurinn Það aldin út er sprungið og fengu báðir diskarnir mjög góðar viðtökur.

]]>
http://smugan.is/2013/04/kor-askirkju-flytur-enskar-korperlur-i-laugarneskirkju/feed/ 0
Ávarp í tilefni alþjóðlega dansdagsins http://smugan.is/2013/04/avarp-i-tilefni-althjodlega-dansdagsins/ http://smugan.is/2013/04/avarp-i-tilefni-althjodlega-dansdagsins/#comments Mon, 29 Apr 2013 10:10:42 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99768 Alþjóðlegi Dansdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag og sendi Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, formaður FÍLD – Félags íslenskra listdansara Smugumenningu sérstakt ávarp af því tilefni.

Meðallengd dansnáms þegar dansari útskrifast er sautján ár og á þeim tíma hefur dansari lært að stjórna smæstu hreyfingum, ýkja og nota þær stærstu, skilja á milli fínhreyfinga og kækja, telja óteljandi sinnum upp að átta, fengið blöðrur, marbletti, og svöðusár, dottið, staðið upp, endurtekið og byrjað aftur. Í sautján ár. Á þeim tíma lærir dansarinn að beita sjálfsaga, bera virðingu fyrir eigin líkama, verkfærinu sem honum er gefið og virkja um leið sköpunarkraftinn innra með sér.

Þrátt fyrir mikla framþróun í faginu síðustu ár getum við ennþá kallað listdansinn unga starfsgrein og að mörgu er að hyggja. Danssamfélagið á Íslandi þarf að standa saman að því að leysa stærstu hugsjónamálin og mynda þannig sterka heild sem eftir er tekið. Í byggingaflóru Reykjavíkur er meðal annars að finna leikhús, kvikmyndahús, bókasöfn, listasöfn og tónlistarhús. Það er réttmæt krafa að bæta við danshúsi, og gefa þar með grasrótinni, sjálfstæða geiranum og Íslenska Dansflokknum tækifæri til að vinna saman að því að verða sýnilegri í íslensku og erlendu samfélagi og tryggja um leið betra aðgengi að listdansinum.

Að sama skapi er það réttlætismál að listgreinarnar njóti jafnræðis þegar kemur að fjárhagslegum stuðningi við listaskóla. Í um hundrað ár hafa konur nær undantekningarlaust stofnað og rekið alla listdansskóla hér á landi, lengst af án fjárhagslegs stuðning. Það er eðlileg og réttmæt krafa að lausn náist á kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaganna hvað varðar fjármögnun til Listdansnáms á grunn og framhaldsskólastigi.

Dansinn er alþjóðlegt tungumál sem við deilum öll. Markmið alþjóðlega dansdagsins er að yfirstíga pólitískar, menningarlegar og siðfræðilegar hindranir. Það er því lag að reima á sig dansskónna og dansa inn í vorið því eins og Hemmi Gunn segir: “Dansa, hvað er betra en að dansa?”

]]>
http://smugan.is/2013/04/avarp-i-tilefni-althjodlega-dansdagsins/feed/ 0
Tónleikaröðin Hljóðön hefur göngu sína í Hafnarborg http://smugan.is/2013/04/tonleikarodin-hljodon-hefur-gongu-sina-i-hafnarborg/ http://smugan.is/2013/04/tonleikarodin-hljodon-hefur-gongu-sina-i-hafnarborg/#comments Thu, 25 Apr 2013 08:28:38 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99429 Tónleikaröðin Hljóðön hefur göngu sína í Hafnarborg sunnudaginn 28. apríl kl. 20 með tónleikunum Tilbrigði fyrir Atla Heimi þar sem fram koma Frank Aarnink slagverksleikari og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Á efnisskrá tónleikanna er að finna verk allt frá seinni hluta 20. aldar fram á okkar daga. Á meðal höfunda verka á tónleikunum eru Morton Feldman, Iannis Xenakis, Györgi Kurtág, Una Sveinbjarnardóttir og Atli Heimir Sveinsson.

Hljóðön er tónleikaröð tileinkuð tónlist frá 20. og 21. öldinni þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Nafn tónleikaraðarinnar skírskotar til smæstu merkingargreinandi hljóðeininga tungumála, grunneininga sem púsla má ólíkt saman svo úr verði tilraun til merkingar. Hafnarborg efnir hér til tónleikaraðar þar sem ætlunin er að kynna ólík verk samtímatónskálda úr fremstu röð. Í forgrunni verða verk sem fá best notið sín við þær aðstæður og miklu nánd sem býðst í sal Hafnarborgar og telja má sérstakan í flóru tónlistarsala á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikaröðin er styrkt af tónlistarsjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Nánar um tónleikana hér.

Frank Aarnink slagverksleikari stundaði nám í Hilversum sem og Amsterdam í Hollandi. Hann hefur spilað með mörgum sinfóníuhljómsveitum í Hollandi og einnig tekið þátt í óperu- og söngleikjauppfærslum. Frá árinu 2001 hefur Frank verið fastráðinn sem slagverks- og pákuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Auk þess er hann helmingur tvíeykisins Duo Harpverk, sem hefur frá árinu 2007 haft það að markmiði að panta og leika verk fyrir hörpu og slagverk. Hefur það nú þegar orðið til þess að 60 ný verk fyrir þessa hljóðfærasamsetningu hafi orðið til.

Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari stundaði fiðlunám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarháskólann í Köln og Universität der Künste í Berlín. Una leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík, Nýja Tónlistarskólann og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Una hefur komið fram á tónleikum víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og flutt kammertónlist í DeutschlandRadio, RAI og Radio France. Hún hefur leikið með mörgum hjómsveitum í Evrópu, má þar nefna Ensemble Modern í Frankfurt, Rundfunk-Sinfóníuhljómsveitina í Berlín, Deutsche Oper í Berlín, Klangverwaltung í München og m.a. verið konsertmeistari Klassísku Fílharmóníunnar í Bonn, Sinfóníuhljómsveitarinnar í Þrándheimi undir stjórn Kryztof Penderecki og hljómsveitar Íslensku óperunnar. Þá hefur hún leikið með Kammersveit Reykjavíkur frá 1995.

Aðgöngumiðar eru seldir í afgreiðslu Hafnarborgar á opnunartíma safnsins og á milli kl. 19 og 20 fyrir tónleikana. Hægt er að panta miða í s. 585-5790. Almennt miðaverð er kr. 2400, en kr. 1000 fyrir eldri borgara og námsmenn.

]]>
http://smugan.is/2013/04/tonleikarodin-hljodon-hefur-gongu-sina-i-hafnarborg/feed/ 0
Sumri fagnað í Þjóðminjasafni Íslands http://smugan.is/2013/04/sumri-fagnad-i-thjodminjasafni-islands/ http://smugan.is/2013/04/sumri-fagnad-i-thjodminjasafni-islands/#comments Wed, 24 Apr 2013 18:30:27 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99221 Á sumardaginn fyrsta verður aðgangur að Þjóðminjasafninu ókeypis. Boðið verður upp á nýja ratleiki sem Sigrún Eldjárn myndskreytti í tilefni 150 ára afmælis safnsins, barnaleiðsögn um Silfur Íslands og þjóðlagahópurinn Gljúfrabúi  skemmtir gestum.

Formleg dagskrá hefst kl. 14 en kl. 14 og 14.30 mun safnkennari leiða börn í hellaleiðsögn um Silfur Íslands. Furðuverur og dýrindis djásn verða skoðuð í silfurhelli í Bogasal. Klukkan 15 mun hópur ungmenna flytja þjóðlagatónlist fyrir framan Bogasal. Í hópnum sem kallar sig Gljúfrabúi eru sjö krakkar sem spila meðal annars á kontrabassa, fiðlur, flautu og harmonikku en stjórnandi hópsins er Eydís Franzdóttir klarinettuleikari.

Auk grunnsýningar og hátíðarsýninganna Silfur Íslands og Silfursmiður í hjáverkum standa nú yfir hátíðirnar List án landamæra og Barnamenningarhátíð og óhætt er að segja að sýningarnar Grösugir strigar, Systralist og Leitin að Ingunni hinni lærðu séu líflegir vorboðar.

Allir velkomnir að fagna sumri í Þjóðminjasafni Íslands.

]]>
http://smugan.is/2013/04/sumri-fagnad-i-thjodminjasafni-islands/feed/ 0
Spilaborgir Hugleiks http://smugan.is/2013/04/99342/ http://smugan.is/2013/04/99342/#comments Wed, 24 Apr 2013 15:00:16 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99342 Hvað gerist þegar ungur kolbítur finnur tösku fulla af peningum ásamt absinthe-flösku og illa kveðnu ljóði?

Um afleiðingarnar fjallar nýjasta leikrit Hugleiks, Spilaborgir. Höfundur þess, Ásta Gísladóttir, er annar ritstjóra menningartímaritsins Spássíunnar og hefur áður tekið þátt í leikritun fyrir Hugleik, en þreytir nú frumraun sína sem einsamall höfundur.

Finnandi töskunnar á í talsverðum vandræðum með að reikna út hvernig best er að vinna úr stöðunni. Þótt nágrannarnir, stúlkan sem hann er kannski skotinn í og ósýnilegir vinir séu allir af vilja gerðir þá vefst þetta þó nokkuð fyrir honum og tefur hann frá uppáhaldsiðjunni, að byggja spilaborgir. Fyrir vikið eru ævintýri drengsins kvöldstundarinnar virði.

Leikstjórar eru þeir Sigurður H. Pálsson og Þorgeir Tryggvason, báðir gamalgráir Hugleiksmenn. Leikhópurinn er hæfileg blanda nýgræðinga, reynslubolta og afreksfólks úr öðrum félögum.

Spilaborgir verða frumsýndar í húsnæði Hugleiks, Eyjarslóð 9, sunnudaginn 28. apríl. Sex sýningar eru áformaðar, svo fólk er beðið að hafa hraðann á.

]]>
http://smugan.is/2013/04/99342/feed/ 0