Smugan » Steinsmugan http://smugan.is Vefrit um pólítík og mannlíf Tue, 30 Apr 2013 22:00:37 +0000 is-IS hourly 1 http://wordpress.org/?v=3.4.2 Stjórnarsamstarfið skelfur og titrar http://smugan.is/2013/01/stjornarsamstarfid-skelfur-og-titrar/ http://smugan.is/2013/01/stjornarsamstarfid-skelfur-og-titrar/#comments Tue, 08 Jan 2013 14:53:35 +0000 tka http://smugan.is/?p=88295 Eygló Harðardóttir völva Framsóknarflokksins, í forföllum Vigdísar Hauksdóttur, segir á bloggi sínu að skjálftavirkni sé aftur hafin á stjórnarheimilinu. Steinsmugan getur ekki skilið það öðruvísi en svo að þar skjálfi ráðherrar nú með grátekka og táraflóðið nái þeim upp í hnéskeljar. Ástæðan er sú að Jón Bjarnason vill ekki bjóða sig fram lengur fyrir VG.

Þetta mun vera mesta ógn sem hefur stafað að stjórnarsamstarfinu frá því mælingar á sálarástandi ríkisstjórnarinnar hófust á Framsóknarheimilinu og hefur geðslagi samstarfsins þó oft verið teflt í tvísýnu. Ekki síst þegar sá geðþekki ungmennafélagspiltur Ásmundur Einar Daðason, sem var of vinstri sinnaður fyrir forystuna, kvaddi með hurðarskellum um árið og gekk til liðs við Framsóknarflokkinn þar sem hann iðkar róttækni, í blíðum faðmi og undir föðurlegri leiðsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar.

Það var vissulega snökt í vasaklútana, þegar ráðherrar þurftu að viðurkenna að þeir höfðu verið ofurliði bornir í róttækni og vinstrimennsku, af sjálfum Sigmundi Davíð, en þó ekkert á við grátstunurnar undan fallþunga sjálfs Skagafjarðar-Jóns.

 

]]>
http://smugan.is/2013/01/stjornarsamstarfid-skelfur-og-titrar/feed/ 0
ASÍ kastar trúnni á Guð og jólasveinana. http://smugan.is/2012/12/asi-kastar-trunni-a-gud-og-jolasveinana/ http://smugan.is/2012/12/asi-kastar-trunni-a-gud-og-jolasveinana/#comments Fri, 14 Dec 2012 09:51:02 +0000 tka http://smugan.is/?p=86031 ASÍ hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að samtökin eru hætt að trúa á Guð. Í yfirlýsingu sem þau hafa sent frá sér af þessu tilefni eru nefnd sjö atriði, þar sem Guð hefur beinlínis gengið á bak orða sinna.

  1. Veðrið í haust og það sem af er vetrar hefur verið með versta móti
  2. Heiftarleg flensa hefur ásótt fólk með ljótum hósta, uppsölu og niðurgangi
  3. Væntingar varðandi Iphone5 standast ekki. Hann er ekkert spes.
  4. Leiðarljós var tekið af dagskrá Ríkisútvarpsins í sumar.
  5. Dauða síld rekur á land í Kolgrafafirði
  6. Gunnari Þorsteinssyni var bolað burt úr Krossinum
  7. Heimsendir verður 21. desember.

Talsverður titringur er í bækistöðvum jólasveinanna eftir að fréttist að ASÍ myndi einnig kalla þá á sinn fund en samkvæmt heimildum Steinsmugunnar er mikill þungi í forystumönnum ASÍ vegna framkomu þeirra og vanefnda á samningum. Einkum er reiði út í Kertasníki og Bjúgnakræki en ASÍ hefur birt jólagjafalista sína í helstu fjölmiðlum landsins og segist hafa rökstuddan grun um að fá ekki óskir sínar uppfylltar.

]]>
http://smugan.is/2012/12/asi-kastar-trunni-a-gud-og-jolasveinana/feed/ 0
Hvað segir umboðsmaður ógreiddra atkvæða? http://smugan.is/2012/11/hvad-segir-umbodsmadur-ogreiddra-atkvaeda/ http://smugan.is/2012/11/hvad-segir-umbodsmadur-ogreiddra-atkvaeda/#comments Sat, 10 Nov 2012 23:28:37 +0000 tka http://smugan.is/?p=81551 ,,Ég er þakklátur fyrir afgerandi stuðning til þess að leiða þetta höfuðvígi flokksins okkar áfram,” segir  Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins en hann mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi eftir niðurstöðu prófkjörs þar. Bjarni hlaut 54 prósent atkvæða eða 2728 atkvæði af 5070 en fimmtán þúsund voru á kjörskrá. Það teljast því vera um átján prósent þeirra sem kusu formanninn.

Steinsmugan minnir á orð flokksbróður Bjarna, Birgis Ármannssonar í DV þegar úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs lágu fyrir. Vegna þeirra hefur hann fengið sæmdarheitið umboðsmaður ógreiddra atkvæða og því sjálfsagt að kalla hann til þegar vafi leikur á afstöðu þeirra sem heima sitja:

,,Birgir virðist á þeirri skoðun að ekki sé nóg að rýna í niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um helgina til að sjá vilja þjóðarinnar heldur verði að túlka hug þeirra sem ekki mættu á kjörstað. Þar segist hann viss um að fáir stuðningsmenn tillagna stjórnlagaráðs hafi látið sig vanta á kjörstað. „Ég held að skýringarnar séu fyrst og fremst þrjár, áhugaleysi hjá einhverjum ótilgreindum hópi sem vafalaust er fyrir hendi, í öðru lagi það að margir hafa talið þýðingu þessarar atkvæðagreiðslu óljósa og þess vegna ekki talið ástæðu til að mæta á kjörstað og í þriðja lagi veit ég um fjöldamörg dæmi þess að fólk sat heima vegna þess að það vildi mótmæla þessu ferli,“ segir hann aðspurður hvort hann teldi niðurstöðurnar ekki túlka vilja kjósenda.

Ætli Sjálfstæðismenn vilji að Bjarni sé formaður? Skyldu fáir stuðningsmenn Bjarna hafa látið sig vanta á kjörstað?

Hvað segir Birgir?

]]>
http://smugan.is/2012/11/hvad-segir-umbodsmadur-ogreiddra-atkvaeda/feed/ 0
Ósjálfstæð Jóhanna http://smugan.is/2012/10/osjalfstaed-johanna/ http://smugan.is/2012/10/osjalfstaed-johanna/#comments Mon, 01 Oct 2012 22:33:25 +0000 tka http://smugan.is/?p=76283 Fremur hljótt hefur verið um smáfugla Valhallar á vefnum AMX og dýravinir farnir að hafa áhyggjur að því fuglaflensa hafi stungið sér niður eða þá að gleymst hafi að gefa þeim fóður og þrífa búrið. Undanfarið hafa þeir þó farið að tísta að nýju. Þá kemur í ljós að þeir hafa sótt sér endurmenntun í fríinu, þeir eru nefnilega farnir að leggja fyrir sig prófarkalestur og hafa nú birt miklar pólitískar vangaveltur vegna prentvillu í kveðjubréfi Jóhönnu.

Þeir komast að þeirri niðurstöðu að Jóhönnu sé ekkert til lista lagt, hún geti ekki einu sinni skrifað kveðjubréf skammlaust. Aðstoðarmaður hennar hljóti að hafa skrifað bréfið. Steinsmugunni er mikill vandi á höndum, annarsvegar er Jóhanna að mati smáfuglanna, sem eru mjög strangir prófarkalesarar, óhæf til að rita sitt eigið kveðjubréf vegna prentvillunnar og hinsvegar er aðstoðarmaður hennar ábyrgur fyrir henni.

Þannig þykjast menn sjá að Jóhanna þessi sé líka svo óferjandi og óalandi að hún hafi ekki einu sinni sjálf getað safnað öllum þessum skuldum sem þeir hafa bölsótast yfir. Sjálfstæðismenn hafi orðið að gera það.

Mikið hljóta þeir að vera fegnir að sjá á bak Jóhönnu ef eina ávirðingin sem þeir eiga eftir að skrifa um er prentvilla í kveðjubréfi sem kom þar að auki úr penna annars.

 

]]>
http://smugan.is/2012/10/osjalfstaed-johanna/feed/ 0
Að teygja álafosslopann http://smugan.is/2012/06/ad-teygja-alafosslopann/ http://smugan.is/2012/06/ad-teygja-alafosslopann/#comments Mon, 04 Jun 2012 13:42:22 +0000 tka http://smugan.is/?p=65108 Steinsmugunni til hrellingar hefur þjóðin tekið kosningum um forsetaembættið fagnandi til að næra og rækta ástríðu sína sem eru lagaþrætur. Það endurspeglaðist í furðulegri útsendingu þar sem þrír frambjóðendur ræddu  um skyldur og hlutverk embættisins af slíkri alvöru að það vantaði ekki nema hrosshárshárkollur á hausinn á þeim, til að toppa leiðindin.

Ólafur Ragnar Grímsson var hinsvegar maður kvöldsins. Annars vegar sýndi hann af sér fádæma veglyndi þegar hann gaf út heilbrigðisvottorð fyrir Þóru Arnórsdóttur þótt hún hefði tekið þátt í ungliðastarfi Alþýðuflokksins fyrir hartnær 20 árum. Hinsvegar benti hann þjóðinni á að vera ekki að fárast yfir stuðningi við útrásarvíkinga, Vigdís Finnbogadóttir hefði stutt Álafoss en allir viti hvernig fór fyrir því fyrirtæki.

Þetta veglyndi útrásarforsetans hrærði Steinsmuguna til tára og örugglega fleiri sjónvarpsáhorfendur. Þarna var tveimur villuráfandi kerlingum fyrirgefið af sjálfum forsetanum, svo að maður tali nú um hann í þriðju persónu og smjatti dálítið á orðinu eins og Ólafur Ragnar (forsetinn) gerir jafnan sjálfur.

Skemmtanagildi þessarar afsökunarbeiðni fellur þó í skuggann af þeim þátttakendum sem strækuðu á ruglið og kvöddu áhorfendur strax í upphafi til að halda út í góða veðrið.

]]>
http://smugan.is/2012/06/ad-teygja-alafosslopann/feed/ 0
Stöð tvö – lýðræðislegust http://smugan.is/2012/05/stod-tvo-lydraedislegust/ http://smugan.is/2012/05/stod-tvo-lydraedislegust/#comments Thu, 31 May 2012 09:47:57 +0000 tka http://smugan.is/?p=64582 Stöð tvö þjónar lýðræðinu með því að bjóða bara tveimur frambjóðendum af sjö í kappræður í beinni útsendingu. Þannig sýna kannanir fyrirtækisins að það sé bara formsatriði að kjósa. Fyrirtækið hjálpar þannig lesendum sínum að skilja kjarnann frá hisminu.

Eðlilega.

Steinsmugan er metnaðargjörn og veltir fyrir sér hvernig hægt væri að þjóna lýðræðinu enn betur. Hún bendir á að Ólafur Ragnar er með talsvert meira fylgi en Þóra Arnórsdóttir í nýjustu könnun Fréttablaðsins.

Væri þá ekki bara helmingi lýðræðislegra að bjóða honum einum í kappræðurnar?

Þá sýna skoðanakannanir 365 að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru í stórsókn. Lýðræðisstjóri Jóns Ásgeirs  ætti þannig samkvæmt kenningum sínum bara að tala við Bjarna Ben og Sigmund Davíð.

Eða kannski bara Bjarna Ben?

]]>
http://smugan.is/2012/05/stod-tvo-lydraedislegust/feed/ 0
Sjoppa í klóm dagblaða http://smugan.is/2012/02/sjoppa-i-klom-dagblada/ http://smugan.is/2012/02/sjoppa-i-klom-dagblada/#comments Fri, 03 Feb 2012 15:35:57 +0000 tka http://smugan.is/?p=49996 Steinsmugan hefur ákveðið að ganga til liðs við félag kvenna í atvinnurekstri en sá félagsskapur hefur vakið sérstaka athygli hennar undanfarið fyrir skörulega framgöngu í því að halda uppi heiðri fyrirtækisins Já.

Forsvarskonur Já höfðu gengið vasklega fram við að velta fyrirtækinu upp úr svaðinu og vakið landsathygli fyrir. Þannig höfðu þær losað fyrirtækið við kellingar af landsbyggðinni í stórum stíl og ráðið mannvininn Gillz til að vera andlit símaskrárinnar en boðið fólki að plástra yfir andlit hans, ef það færi í taugarnar á því, og látið framleiða þar tilgerða límmiða. ,,Við veitum viðskiptavinum okkar,“ fjölbreytta þjónustu,“ sagði hvíthærð talskona fyrirtækisins, sem leit helst út fyrir að eyða öllum eftirmiðdögum í ljósabekk líkt og fyrirmyndin Gillz, þegar fjölmiðlar leituðu skýringa á þessari frumlegu athafnasemi.

Konur í atvinnurekstri ákváðu að verðlauna fyrirtækið,  ekki þó fyrir fjölbreytta þjónustu og brottrekstur,  heldur bara rekstur, en á þessu tvennu gera þær skýran greinarmun. Steinsmugan er líka ánægð með fyrirtækið, sérstaklega framlag þess til reksturs fjölmiðla. Þannig hafa konurnar á Já.is skilað miklu lesefni fyrir þá og miðað við fréttir gærdagsins á rekstur kvennanna líka eftir að rata í námsbækur um hvernig á ekki að reka fyrirtæki. Bæði Blaðamannafélagið og Kennarasambandið ættu því að feta í fótspor Félags kvenna í atvinnurekstri og heiðra þær sérstaklega.

Einu sinni var rekinn vefur sem hét Nei, punktur.is, dagblað í ríki sjoppunnar. Já.is er hinsvegar sjoppa í klóm dagblaða.

]]>
http://smugan.is/2012/02/sjoppa-i-klom-dagblada/feed/ 0
Davíð lagður inn á Vinstri-vaktina http://smugan.is/2011/11/david-lagdur-inn-a-vinstri-vaktina/ http://smugan.is/2011/11/david-lagdur-inn-a-vinstri-vaktina/#comments Tue, 22 Nov 2011 20:17:03 +0000 tka http://smugan.is/?p=41280 Hvert fer ástæll herforingi Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið svikinn og niðurlægður af liði sínu?

Fer hann á læknavaktina.? Nei.

Fer hann á bráðavaktina?  Nei.

Fer hann á Vinstrivaktina? Já.

Það var sárt fyrir foringjann að reyna á sjálfum sér á landsfundi flokksins að Sjálfstæðisflokkurinn er hjörð sem hangir saman á ótta og meðvirkni. Þegar brennandi augnaráð foringjans hvílir ekki á þeim geta þau tekið upp á öllu mögulegu, meira að segja að halda áfram aðildarviðræðum við ESB þótt foringinn hafi verið búinn að segja að það sé sögulegur svikaleiðangur.

Steinsmugan fer ekki í grafgötur um að þetta er ömurlegt fyrir frekan og skapvondan foringja. Það versta er að það er ekkert hægt að fá við þessu á bráðavaktinni og hvað þá læknavaktinni.

En á Vinstrivaktinni ráða menn yfir ýmsum meðulum sem lina slíkar þrautir. Í dag var foringinn farinn að fleyta staksteinum eins og ekkert hefði í skorist. Hann deilir þar hugrenningum um sálfræðimeðferðina sem hann fékk á áðurnefndri vakt. ,, Á Vinstri vaktinni er bent á að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var engin tillaga uppi um að aðildarumsókninni að ESB skyldi haldið til streitu. Aðeins hafi verið greidd atkvæði um mismunandi orðalag um að stöðva aðildarumsóknina,” segir i Staksteinum. Þessi túlkun er að mati Steinsmugunnar afar róandi og gætir þess að sjúklingurinn missi ekki vonina.”

Svo segir: ,,Vinstri vaktin dregur réttilega þá ályktun að flótti sé brostinn á í liði ESB-sinna og að Össur og Jóhanna séu orðin pólitískt einangruð í krossferð sinni um inngöngu í ESB.”

Nei sko, þarna er smjörklípuaðferðin lifandi komin.

]]>
http://smugan.is/2011/11/david-lagdur-inn-a-vinstri-vaktina/feed/ 0
Fegrunarfræði í háloftunum http://smugan.is/2011/10/fegrunarfraedi-i-haloftunum/ http://smugan.is/2011/10/fegrunarfraedi-i-haloftunum/#comments Wed, 26 Oct 2011 14:51:46 +0000 tka http://smugan.is/?p=38676 Matthías Imsland fegrunarfræðingur fegraði bókhald flugfélagsins Iceland Express og ekki veitti af. Pálmi Haraldsson hefur nú reynt að fá lögbann á frekari fegrunaraðgerðir Matthíasar, enda sé hann skuldbundinn til að fegra ekkert í tvö ár eftir brottrekstur frá Iceland Express. Sjálfur reynir Pálmi ekki að ganga i störf Matthíasar með að fegra hann sérstaklega, þvert á móti.   Pálmi er þó sá fegrunarfræðingur íslenskur sem er talinn hafi náð mestri leikni í greininni og nægir að nefna Glitni, Sterling, Fons að ónefndu Sölufélagi garðyrkjumanna en þaðan lauk hann sveinsprófi í fegrunarfræði.

Steinsmugan lýsir yfir stuðningi við bæði Matthías og Pálma í glímu þeirra við listagyðjuna. Það er þó bót í máli fyrir farþega flugfélagsins sem hafa mestan part setið fastir á flugvöllum um hvippinn og hvappinn  að loksins, loksins sé allt komið í háaloft.

 

]]>
http://smugan.is/2011/10/fegrunarfraedi-i-haloftunum/feed/ 0
Jón Gunnarsson varar við Jóni Gunnarssyni http://smugan.is/2011/10/jon-gunnarsson-varar-vid-joni-gunnarssyni/ http://smugan.is/2011/10/jon-gunnarsson-varar-vid-joni-gunnarssyni/#comments Thu, 20 Oct 2011 23:30:17 +0000 tka http://smugan.is/?p=38048 Pólitísk óvissa hefur grafið um sig í landi hinna klikkuðu karlmanna allt frá hruni. Og það keyrði um þverbak þegar Alkóa hætti að kóa með Jóni Gunnarssyni og bakkaði út úr Bakka. Sjálfstæðisflokkurinn sá ástæðu til þess að vara við því að öfgasjónarmið réðu ferðinni í orkumálum að þessu tilefni. ,,Gæta verður þess að öfgasjónarmið ráði ekki för í þessum mikilvæga málaflokki, hvorki þeirra sem lítið tillit vilja taka til náttúrunnar, né þeirra sem setja sig upp á móti öllum framkvæmdum,“ segir í tillögum þingmanna flokksins um endurreisn íslensks efnahagslífs.

Fánaberar þessarar metnaðarfullu stefnu sjálfstæðismanna  sem varar við öfgum eru síðan að öðrum ólöstuðum Jón Gunnarsson, Ásbjörn Óttarsson og Árni Johnsen. Steinsmugan varð pínulítið ringluð því þetta er ekki beinlínis landslið hófseminnar, skynseminnar og stillingarinnar í virkjunarmálum. Henni varð á að hugsa hvaða öfgamaður ætti eiginlega að taka þetta viðvörunarskot til sín, þeir væru jú, allir á tillögunni? Nema þessu sé beint til Birkis Jóns og Sigmundar Davíðs.

,,Því miður hefur pólitísk óvissa aukist jafnt og þétt frá hruni bankakerfisins,“ segir annars staðar í plagginu. Því miður, fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sem betur fer fyrir alla hina. Það er nefnilega þannig að þegar eitthvað hrynur þá fer maður ósjálfrátt að gæta að undirstöðunum. Á meðan skapast óhjákvæmilega óvissa. Geri maður það ekki gæti maður vaknað í lausu lofti eða á öllum fjórum.

Kannski er það þessvegna sem klikkaðir karlar eru farnir að vara við klikkuðum körlum. Og Steinsmugan er þakklát fyrir hreinskilnina.

 

 

]]>
http://smugan.is/2011/10/jon-gunnarsson-varar-vid-joni-gunnarssyni/feed/ 0